
Ferðaþjónustufundur
Vestfjarðastofa heldur nokkra fundi um ferðaþjónustu í bæjarkjörnum innan Vestfjarða.
Fundurinn í Bolungarvík verður föstudaginn 13. mars 2020 kl. 15:00 í Ráðhússsal Ráðhúss Bolungarvíkur.
Fjallað verður um tvö stór verkefni sem framundan eru í vestfirskri ferðaþjónustu, þróun nýrrar ferðamannaleiðar, Vestfjarðaleiðin, annars vegar og hins vegar uppfærslu á Áfangastaðaáætlun Vestfjarða.
Ferðaþjónustuaðilar og ferðaþjónar og aðrir áhugasamir um uppbyggingu ferðaþjónustunnar eru hvattir til að mæta.

Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020.
Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins.
Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.