Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 29.1.2020 11:48:21 |
Barnagæsla í íþróttahúsi

Boðið verður upp á barnagæslu í Íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolungarvík frá og með 1. febrúar 2020.

 

Á virkum dögum verður barnagæsla frá kl. 17:00-19:00 og á helgum frá kl. 10:00-12:00.

 

Þessari nýjung er ætlað að koma til móts við barnafólk og auðvelda foreldrum að nýta sér þjónustu Árbæjar til heilsueflingar.

 

Barnagæslan er fyrir 3-9 ára en 10 ára og eldri mega fara í sund án fylgdar. 

 

Það er von bæjarins að þessari nýjung verði tekið vel af bæjarbúum og gestum íþróttahúsins.

 

Þjónustan verður gjaldfrjáls þar til annað er ákveðið.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.