Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 27.11.2019 08:52:28 |
Tendrun ljósanna

Fyrsta sunnudag í aðventu þann 1. desember 2019 kl. 17:00 verða ljósin á jólatrénu við félagsheimilið tendruð.

 

Flutt verður hugvekja, Kirkjukór Bolungarvíkur syngur og í boði verða smákökur og súkkulaði.

 

Dansað verður kringum jólatréð og jólasveinar koma til okkar ef Grýla man eftir því að vekja þá.

 

Menningar- og ferðamálaráð Bolungarvíkurkaupstaðar býður alla hjartanlega velkomna.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.