Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 13.11.2019 15:59:19 |
Umsóknanámskeið fyrir Uppbyggingarsjóð

Bolungarvíkurkaupstaður sendur fyrir umsóknanámskeiði fyrir Uppbygginarsjóð Vestfjaðra fimmtudaginn 14. nóvember kl. 18:00-20:00 í Ráðhúsi Bolungarvíkur.

 

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri, en hann hefur í fyrri störfum komið að gerð umsókna og þekkir því vel til á þessu sviði.

 

Jón Páll segir að á námskeiðinu verði hugað að leiðum til að efla atvinnulíf og nýsköpun á Vestfjörðum.

 

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða er hluti af Sóknaráætlun Vestfjarða.

 

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 21. nóvember 2019.

 

Á þessu ári var úthlutað rúmlega 50 milljónum króna til ríflega 70 verkefna, flest á sviði menningarmála.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.