Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 30.10.2019 13:28:12 |
Neyðarkall með dróna

Björgunarsveitarfólk Ernis gengur í hús föstudagskvöldið 1. nóvember og laugardaginn 2. nóvember 2019.

 

Stuðningur samfélagsins er sveitinni mikilvægur. Þú styrkir sveitina með því að kaupa neyðarkall hjá þeim.

 

Mikilvægt er að styðja við sína sveit því að ágóðinn af sölunni rennur til hverrar sveitar fyrir sig, því meiri sala, því meiri verður ágóði viðkomandi sveitarinnar.

 

Þau sem eru vant við látin um helgina geta haft samband við sveitina, bjsernir@gmail.com, og fengið neyðarkallinn heim á öðrum tíma.

 

Neyðarkallinn í ár er búinn nýjustu tækni en þar er dróninn í aðalhlutverki.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.