Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 2.7.2019 11:54:34 |
Kyiv Soloists í Bolungarvík

Hæfileikafólkið í úkranísku kammersveitinni Kyiev Soloists er komið til Bolungarvíkur. 

 

Fyrsta æfing hljómsveitarinnar fór fram í dag en fyrri tónleikarnir verða á miðvikudagskvöldið kl. 20 í Félagsheimili Bolungarvíkur.

 

Þá flytur sveitin Klarinettukonsert í A-dúr eftir Mozart, einleikari er Selvadore Rähni, og eftir hlé flytur hljómsveitin Sinfóníu nr. 40 í G-moll eftir Mozart.

 

Á síðari tónleiknum, á fimmtudagskvöldið kl. 20, leikur Oliver Rähni einleiksverk á píanó eftir Chopin, Scarlatti, Beethoven, Liszt, Grainger og sjálfan sig en eftir hlé flytur kammersveitin verk eftir Vivaldi og Piazzolla.

 

Hægt er að kaupa miða á vefnum tix.is á báða tónleikana og eins við innganginn.

 

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.