Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 25.6.2019 09:11:37 |
Fögur er Víkin

Bolungarvíkurkaupstaður er með almennt umhverfisátak í bænum undir heitinu Fögur er Víkin og vef-millu-merkinu #fogurervikin. 

 

Hluti átaksins er fyrirhuguð hópavinna sjálfboðaliða við upprætingu kerfils í bæjarlandinu


miðvikudaginn 26. júní kl. 17-19,
fimmtudaginn 27. júní kl. 17-19 og
föstudaginn 28. júní kl. 17-19.

 

Mæting við sundlaug og í lokin á föstudaginn verða grillaðar pylsur í boði bæjarins.

 

Upprifinn kerfil má skilja eftir í böndum eða pokum á gangstéttum og starfsfólk bæjarins mun fjarlægja hann.

 

Starfmenn Bolungarvíkurkaupstaðar hafa tekið höndum saman um að gera bæinn eins snyrtilegan og mögulegt er og birt myndir á vefnum undir millumerkinu #fogurervikin.

 

Sveitafélagið hvetur bæjarbúa að gera slíkt hið sama og líta í kringum sig eftir veturinn, snyrta og laga það sem betur má fara.

 

Gaman væri ef bæjarbúar gætu tekið fyrir-og-eftir-mynd og sett innlegg á samfélagsmiðla undir myllumerkinu - #fogurervikin - eða bara fallega mynd af bænum nú eða húsinu sínu.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.