Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 11.12.2018 11:07:27 |
Bolvíska blótið

Bolvíska blótið eftir Auði Hönnu Ragnarsdóttur í Bolungarvík er nú kominn í dreifingu hjá Vestfirska forlaginu.

 

Sagan segir að á bóndaginn, fyrsta degi þorra, eigi húsfreyja að gera sérstaklega vel við bónda sinn. Fyrir liðlega 70 árum tóku bolvískar eiginkonur upp þennan sið með því að halda þorrablót fyrir karla sína.

 

Bók þessi er skemmtileg heimild í myndum og máli um þær konur sem verið hafa í nefndum á vegum blótanna og hvað þær höfðu til skemmtunar fyrir eiginmenn sína og aðra gesti.

 

Bókin er til sölu í Bjarnabúð og öllum betri bókaverslunum landsins. 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.