Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 10.12.2018 15:23:35 |
Jón Gunnar kennir

Jón Gunnar Biering Margeirsson kennir á gítar, bassa og ukulele eftir áramótin í Tónlistarskóla Bolungarvíkur.

 

Jón Gunnar er tónlistarkennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar og útibússtjóri Þingeyrar-útibús skólans. Hann kennir einnig á Ísafirði og Flateyri. Hann er organisti Þingeyrarprestakalls og kórstjóri Sunnukórsins.

 

Jón Gunnar útskrifaðist með B.Mus. í klassískum gítarleik vorið 2009 og MA-gráðu í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi við Listaháskóla Íslands 2011.

 

Jón Gunnar hefur verið frumkvöðull í þróun og kennslu skapandi tónlistar áfanga. Hann þróaði og kenndi skapandi tónlistarmiðlun í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ frá haustinu 2010 til loka ársins 2012. Hann var stundakennari við tónlistardeild Listaháskóla Íslands 2012 til 2015 og aðjúnkt 2013 til 2015.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.