Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 21.8.2018 13:20:41 |
Janusz Frach kennir á gítar

Janusz Frach er nýráðinn gítarkennari við Tónlistarskóla Bolungarvíkur. 

 

Janusz Frach fæddist í Kraká í Póllandi. Hann hóf tónlistarnám aðeins 5 ára gamall, fyrst í tónlistarleikskóla og síðan í grunn- og framhaldstónlistarskóla. 

 

Árið 1990 lauk hann námi með hæstu einkunn í Tónlistarakademíunni í Kraká. 

 

Meðfram háskólanámi lék hann með mörgum þekktum hljómsveitum s.s. Capella Cracoviensis, Óperunni í Kraká og Sinfóníuhljómsveit Kraká. 

 

Á þessu tímabili hefur hann oft spilað utan Póllands meðal annars með eigin kvartett eða Hljómsveit Óperettunnar í Vínaborg en með henni fór hann í 3 mánaða tónleikaferð um Vestur Evrópu.

 

Árið 1992 stóðst hann inntökukröfur og var fastráðinn fiðluleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar í  Kraká en með hljómsveitinni fór hann í fjölda tónleikaferða um Evrópu. Hann var lék einnig á aðra fiðlu í Kammersveit Fílharmoníunnar í Kraká. 

 

Frá árinu 1994 er hann kennari við Tónlistarskólann á Ísafirði og 5-6 árum seinna byrjaði hann að kenna nemendum sem komu frá Bolungarvík. Janusz er búinn að starfa sem  fiðlukennari í mörg ár við Tónlistarskóla Bolungarvíkur. 

 

Sumarið 2018 fór Janusz í einkatíma í rytmískri tónlist sérstaklega á acustic og bassa gítar.

Uppáhaldshljóðfærin mín eru fiðla og gítar og sérstaklega hljómar gítar oft heima hjá mér í sumarfríinu í Póllandi eins og á Spáni þegar það er heitt úti,”  segir Janusz.

 

Tónlistarskóli Bolungarvíkur býður Janusz velkominn til starfa einnig sem gítarkennara.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.