Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 4.7.2018 15:58:24 |
Bláir og rauðir keppa

Menningar- og ferðamálaráð Bolungarvíkur stendur fyrir keppni um best skreyttu húsin um markaðshelgina.

 

Sérleg dómnefnd á vegum ráðsins mun skoða húsin og velja úr. 

 

Síðast var haft á orði að bláa-hverfið hefði almennt ekki verið eins vel skreytt og rauða-hverfið. Nú býðst bláum tækifæri á að gera betur. 

 

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti. 

 

Úrslitin verða kynnt á brekkusöngnum á föstudagskvöldið þar sem fjörið logar. 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.