Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 29.5.2018 10:06:54 |
Þuríðardagurinn


Þuríðardagurinn er fimmtudaginn fyrir sjómannadag og ber að þessu sinni upp á 31. maí 2018.

 

Markmiðið með Þuríðardegi er að gera landnámskonu Bolungarvíkur Þuríði sundafylli sýnilegri og tengsl hennar við fiskfang og sjávarútveg, minnast kvenna í Bolungarvík allt fram á þennan dag og safna saman frásögnum af konum sem hafa sett sinn svip á bolvískt samfélag fyrr og nú. En síðast og ekki síst að Bolvíkingar og nágrannar við Djúp eigi saman góða kvöldstund á Þuríðardegi, degi formóður íbúa Bolungarvíkur. Komum, gleðjumst, fræðumst og njótum saman. Allir eru velkomnir.

 

Dagskrá Þuríðardags, fimmtudaginn 31. maí 2018 
1. Ávarp: Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, nýkjörinn bæjarfulltrúi
2. Tónlistaratriði: Tuuli Rähni, pínaóleikari ásamt nemendum Tónlistarskóla Bolungarvíkur
3. Bjagga vatnsberi: Guðfinna Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur segir sögu Bjöggu vatnsbera
4. Bolvísk kona fyrri tíma, amma mín Ketilríður Jakobsdóttir: Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri segir frá ömmu sinni
5. Tónlistaratriði: Tuuli Rähni, pínaóleikari ásamt nemendum Tónlistarskóla Bolungarvíkur
6. Innlit í starf bolvískrar konu: Linda Dröfn Gunnarsdóttir,verkefnisstjóri segir frá starfi sínu sem verkefnastjóri flóttamanna frá Sýrlandi og Írak
7. Amma Bolvíkings, amma mín Leokadia Stupak: Dorota Rutkowska, stuðningsfulltrúi,  segir frá ömmu sinni í Póllandi 
8. Tónlistaratriði: Tuuli Rähni, pínaóleikari ásamt nemendum Tónlistarskóla Bolungarvíkur
9. Sjálfboðastarf í Thailandi:  Magnea Gná Jóhannsdóttir, námsmaður,  segir frá sjálfboðastörfum sínum í Tælandi
10. Bolvísk kona fyrri tíma, amma mín Elísabet Hjaltadóttir: Einar Guðfinnsson, fyrrv. alþingismaður segir frá ömmu sinni 
11. Lokaorð: Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðumaður 

 

Staður: Félagsheimili Bolungarvíkur  Dagur: 31. maí 2018. Tími: 20:00 – 22:00

 

Boðið verður upp á léttar veitingar úr ríki hafsins

 

Þuríðardagurinn er styrktur af eftirtöldum aðilum:
Bolungarvíkurkaupstað, Kampa ehf 
Fiskverkun Jakobs Valgeirssonar ehf, Kjörbúðin Bolungarvík og bolvískum konum


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.