Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 22.5.2018 14:01:38 |
Einars leikur Guðfinnssonar

Kómedíuleikhúsið frumsýnir einstakan einleik um athafnamanninn og föður Bolungarvíkur Einar Guðfinnsson í Einarshúsi miðvikudaginn 23. maí kl. 20:00. 

 

Ungur að árum hóf Einar útgerð á sexæringi. Hugurinn hans stefndi hátt og áður en yfir lauk hafði hann byggt upp mörg fyrirtæki í útgerð og margþættum rekstri.

 

Hér er á ferðinni kraftmikil leiksýning þar sem róið er á ýmis mið og gjarnan teflt á tæpasta vað. 

 

Höfundar leiksins eru þeir Elfar Logi Hannesson og Rúnar Guðbrandsson. Sá fyrrnefndi er í hlutverki Einars en Rúnar leikstýrir. Höfundar tónlistar er Björn Thoroddsen en lýsingu hannaði Magnús Arnar Sigurðsson. Það er hið vestfirska Kómedíuleikhús sem setur einleikin á senu. 

 

Önnur sýning 24. maí kl. 20:00.
Þriðja sýning 27. maí kl.16:00.
Einnig sýnt á sjómannadag. 

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.