Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 6.3.2018 14:38:41 |
Oliver Rähni hlaut viðurkenningu Nótunnar

Oliver Rähni hlaut viðurkenningu fyrir frábæran píanó-einleik á lokatónleikum Nótunnar. 

 

Tónleikarnir fóru fram síðastliðinn sunnudag, 4. mars, í Hörpunni í Reykjavík. Þar flutti Oliver krefjandi einleiksverk fyrir píanó eftir Percy Grainger sem var einn þekktasti píanisti síns tíma. 

 

Á lokahátíðinni voru flutt 24 framúrskarandi tónlistaratriði sem valin höfðu verið á fernum svæðistónleikum Nótunnar um land allt. Frá Vestfjörðum og Vesturlandi komu þrjú atriði. Alls fengu 10 atriði af 24 sérstaka viðurkenningu.

 

Tónlistarskóli Bolungarvíkur óskar Oliver innilega til hamingju fyrir framúrskarandi tónlistarflutning og kennara hans Tuuli Rähni fyrir frábæran undirbúning.

 

Þetta er í þriðja skipti sem Tónlistarskóli Bolungarvíkur hefur sigur í sínum flokki á lokatónleikunum í Hörpunni. Þetta eru önnur verðlaunin sem Oliver hlýtur á lokatónleikum Nótunnar, en árið 2016 fékk hann sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi tónlistarflutning píanó-konserts sem hann samdi sjálfur. 
 

Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskólanna og fjöldi nemenda af öllum stigum tónlistarnáms koma fram og flytja fjölbreytileg og skemmtileg atriði.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.