Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 28.2.2018 09:09:53 |
Hrafnhildur Lúthersdóttir í Víkinni

Ólympíufarinn Hrafnhildur Lúthersdóttir kemur til Bolungarvíkur föstudaginn 2. mars og heldur fyrirlestur fyrir nemendur og kennara í Grunnskóla Bolungarvíkur.

 

Hrafnhildur mun einnig stjórna sundæfingum allra hópa sunddeildar Bolungarvíkur á föstudeginum ásamt því að sækja sundmót deildarinnar á laugardeginum.

 

Heilsubærinn Bolungarvík býður sundköppum á öllum aldri að koma í Musteri vatns og vellíðunar eins og sundlaugin er stundum nefnd frá kl. 18:00 til kl. 19:00 á föstudeginum. Hrafnhildur verður á staðnum og gefur góð ráð sem tengjast sundíþróttinni og segir frá því hvað þarf til að vera afrekmanneskja í íþróttum.

 

Hrafnhildur Lúthersdóttir er margfaldur Íslands- og smáþjóðameistari í sundi. Hún var valin sundkona ársins 2010 af Sundsambandi Íslands og íþróttakona Hafnarfjarðar 2010 en það ár setti hún fjölda meta auk þess að hafna í tólfta sæti í bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Dubai. Hrafnhildur vann þrenn verðlaun á Evrópumótinu í London árið 2016, tvö silfur og eitt brons. Á Olympíuleikunum í Ríó 2016 varð hún í 6. sæti í úrslitum í 100m bringusundi.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.