Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 16.2.2018 11:27:28 | mbl.is
Vill nefnd­ar­fund um veiðigjöld vegna stöðu minni útgerða

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur óskað eft­ir því að boðað verði til sér­staks fund­ar í at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is um stöðu minni út­gerða og áhrif hækk­un­ar veiðigjalda á rekstr­ar­stöðu þeirra. Þetta kem­ur fram í bréfi sem Halla Signý hef­ur sent til for­manns og vara­for­manns nefnd­ar­inn­ar en þar seg­ir:

 

„For­sag­an er sú að veiðigjöld­in marg­földuðust á sl. ári og nú þegar hafa ein­hver út­gerðarfyr­ir­tæki gef­ist upp og nokk­ur eru að hugsa sér til hreyf­ings. Sú reikni­regla sem viðgengst kem­ur illa niður í því ár­ferði sem núna er hjá bol­fisk­fyr­ir­tækj­um. Reikni­regl­an miðast við af­komu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja fyr­ir tveim­ur árum og veiðigjöld þessa fisk­veiðiárs er því tengd af­komu grein­ar­inn­ar árið 2015 sem var veru­lega betri en af­koma sl. árs. Því veld­ur styrk­ing krón­unn­ar og lækk­un á hrá­efn­is­verði.

 

Halla Signý seg­ir að leita þurfi skýr­inga á því hvað valdi því að hlut­ur bol­fisk­geir­ans í veiðigjöld­um sé miklu hærri en hlut­ur upp­sjáv­ar­geir­ans. Nú­ver­andi skipt­ing sé þannig sú að upp­sjáv­ar­geir­inn greiði 17% en bol­fisks­geir­inn 83%. Lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki í bol­fisks­geir­an­um eigi mörg hver í veru­leg­um erfiðleik­um og ekki er útséð hve mörg­um tak­ist að klára árið.

 

„Þarna erum við ekki ein­ung­is að tala um að ein­stök­um byggðalög­um blæði, held­ur fjórðung­um. Þar eru ein­ung­is lít­il og meðal­stór sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki. Ennþá er það svo að sjáv­ar­út­veg­ur­inn er aðal­at­vinnu­veg­ur fjórðungs­ins. Það er því mikið í húfi. Okk­ur tekst ekki á skömm­um tíma að byggja upp eða styrkja aðrar at­vinnu­grein­ar til að mæta þeim skelli sem gæti orðið ef þessi stoð væri skor­in niður. Samþjöpp­un fyr­ir­tækja? Vilj­um við að eitt stórt fyr­ir­tæki sem hef­ur enga teng­ingu við sam­fé­lagið reki all­an sjáv­ar­út­veg?“

 

Fyr­ir vikið sé einnig að um byggðamál að ræða á stóru svæði „Lit­róf sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í land­inu má ekki verða eins­leitt. Það er öll­um byggðarlög­um hollt að rek­in séu sterk og fjöl­breytt fyr­ir­tæki sem fylgja hjarta sam­fé­lags­ins.“ Halla Signý vill að á fund­inn verði boðaðir full­trú­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins, lands­hluta­sam­taka sveit­ar­fé­laga á lands­byggðinni, lands­sam­tök smá­báta­sjó­manna, full­trú­ar minni sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja víðsveg­ar af land­inu og aðrir hlutaðeig­andi.

 

Frétt af mbl.is


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.