Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 15.2.2018 13:00:52 |
Halda borgarafund um framboðsmál

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Bolungarvík samþykkti á fundi sínum miðvikudaginn 14. febrúar s.l. að halda borgarafund um framboðsmál í komandi sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða 26. maí 2018.  Að sögn Sölva R. Sólbergssonar, formanns félagsins, eru allir velkomnir á þann fund og verður þar meðal annars ræddur möguleikinn á sameiginlegu framboði til bæjarstjórnar í vor. Ekki er komin tímasetning á fundinn en hann verður haldinn á næstunni.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.