Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 15.2.2018 09:43:41 |
Krístín Helga sigraði

Krístín Helga Hagbarðsdóttir sigraði söngkeppni NMÍ 2018 sem fram fór í Félagsheimili Bolungarvíkur í gær. 

 

Átta atriði kepptu um hylli dómara keppninar og voru Bolvíkingar áberandi í hópi keppenda:

 

Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson
Karolína Sif Benediktsdóttir og Ólöf Einarsdóttir
Erna Kristín Elíasdóttir
Margrét Linda Antonsdóttir
Emil Uni Elvarsson
Hulda María Sigurðardóttir
Kristín Helga Hagbarðsdóttir
Sigríður Erla Magnúsdóttir

 

Í dómnefnd voru Gísli Halldórsson, Ingun Ósk Sturludóttir og Haukur Magnússon og féllu úrslit þannig:  

 

1. sæti Kristín Helga Hagbarðsdóttir 
2. sæti Hilda María Sigurðardóttir 
3. sæti Emil Uni Elvarsson

 

Kynnir var Svava Trausta en keppnin er undankeppni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna.

 

Víkari óskar Kristínu Helgu til hamingju með sigurinn! 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.