Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 15.12.2017 10:28:30 | bb.is
Hægt að hlusta á útvarp í göngunum

Í dag, föstudaginn 15. desember  um kl. 14.00, verður formlega tekinn í notkun búnaður til útsendinga útvarps í Bolungarvíkurgöngum. Fram til þessa hafa engar útvarpsútsendingar náðst í veggöngum hérlendis, öðrum en Hvalfjarðargöngum og nú hinum nýju Norðfjarðargöngum og verður að teljast tímabært að bæta þar úr, en Bolungarvíkurgöng hafa til þess verið næstfjölförnustu veggöng hérlendis á eftir Hvalfjarðargöngum.

 

Það er Samgöngufélagið sem stendur að þessari framkvæmd, en Leið ehf. ásamt fleiri aðilum annast fjármögnun. Búnaðurinn ásamt uppsetningu kostar um 8,5 m.kr.

 

Gert er ráð fyrir að með þessum nýja búnaði verði unnt að ná útsendingum Rásar 1, Rásar 2 og Bylgjunnar en mögulega má fjölga rásum með tiltölulega litlum tilkostnaði. Þá er búnaðurinn búinn svokölluðu yfirkalli þannig að komast má með tilkynningar inn í allar útsendingar útvarps í göngunum ef vá ber að dyrum.

 

Mælst er til þess að þeir sem vilja vera viðstaddir mæti saman á bílum eftir því sem kostur er þar sem erfitt er að leggja nema fáum bílum í útskotum, en gert er ráð fyrir að þetta verði í tæknirými D, sem er skammt fyrir innan munnann Ísafjarðarmegin  og taki ekki langan tíma.

 

Frétt af bb.is


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.