Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 3.12.2017 11:32:58 |
Hjólað óháð aldri – söfnun

Ágætu Bolvíkingar, nágrannar og aðrir velunnarar!

 

Útivist og holl hreyfing eldri borgara er megin hugsunin á bakvið söfnun sem fer nú af stað í desember og kallast „Hjólað óháð aldri“.

 

Síðan ég sá fyrst verkefnið „Hjólað óháð aldri“ hefur það verið í huga mér að hrinda af stað söfnun til kaupa farþegahjól til að færa hjúkrunarheimilinu Bergi og íbúum Árborgar. Nú hef ég tekið höndum saman við Heilsubæinn Bolungarvík og viljum við biðla til ykkar að leggja verkefninu lið.

 

Álíka hjól var keypt var fyrir Hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði árið 2016 og hefur það gefið góða raun. 

 

Hjólið er af gerðini TRIO BIKE og er rafdrifið að hluta svo auðvelt verður að hjóla um allan bæ. Kostnaður við kaupin á hjólinu með öllum aukabúnaði er um ein milljón króna. 

 

Hér að neðan er hægt að sjá myndir af hjólinu og lesa sér til um þann útbúnað sem fylgir.
 

„Hjólað óháð aldri“ hefur reynst vel víða um land og hefur verkefnið rofið einangrun íbúa hjúkrunarheimila og gefið þeim aukna möguleika á útiveru.

 

Okkar draumur er að geta vígt hjólið á sjómannadaginn 2018.

 

Markmiðið er að virkja vini, ættinga og brottflutta til að skrá sig sem sjálfboðaliða í hjólaferðir. Ég vona bara að sem flestir geti tekið þátt í þessu verkefni með okkur, það geta allir komið og hjólað.

 

Reikningsupplýsingar Heilsubæjarins Bolungarvíkur eru eftirfarandi:
Kennitala 520109-1610
Reikningsnúmer 0174-26-000802

 

Bestu kveðjur,
Guðrún D. Guðmundsdóttir
og stjórn Heilsubæjarins Bolungarvíkur  


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.