Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 23.8.2017 13:16:23 |
Urðunarstaður að Hóli

Tillaga að deiliskipulagi fyrir urðunarstað að Hóli í Bolungarvík liggur frammi á bæjarskrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar og á vefsíðu bæjarins www.bolungarvik.is.   

 

Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Bolungarvíkur 2008-2020 og tekur til urðunarstaðar fyrir óvirkan úrgang auk núverandi vatnshreinsitöðvar. Deiliskipulagið tekur mið af staðháttum, svo sem nálægð við byggð, minjar, lífríki og landslagi. 

 

Markmið deiliskipulagsins er að framlengja nýtingu urðunarstaðarins á Hóli til takmarkaðs tíma eða þar til viðunandi lausn finnst fyrir meðhöndlun óvirks úrgangs af svæðinu. Einnig er markmiðið að auka svigrúm fyrir núverandi vatnshreinsistöð.

 

Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 4. október 2017.

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
laugardagur, 24. mars 2018
Almennur íbúafundur

Almennur íbúafundur í Bolungarvík verður haldinn í Félagsheimili Bolungarvíkur laugardaginn 24. mars kl. 14:00. Fundurinn er öllum opinn og eru allir velkomnir.

 

 

Nýjustu myndirnar