Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 18.8.2017 10:41:43 |
Bolungarvíkurkaupstaður býður heimagreiðslur

Bolungarvíkurkaupstaður bætir þjónustu við barnafólk með því að bjóða upp á sérstakar heimagreiðslur til forráðamanna barna þar til barn fær daggæsluúrræði eða boð um leikskólavist. 

 

Einstæðir foreldrar eiga rétt á heimagreiðslu þegar barn nær sex mánaða aldri en foreldrar í hjúskap eða sambúð þegar barn nær níu mánaða aldri.

 

Greiðslan er miðuð við niðurgreiðslur til dagforeldra og eru á þessi ári 53.560 kr. til foreldra í sambúð og 64.280 kr. til einstæðra foreldra.

 

Bæjarráð samþykkti heimagreiðslur á síðasta fundi sínum og ítrekar jafnframt að áfram verði unnið að því að uppfylla þarfir foreldra um dagvistun barna.

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.