Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 18.7.2017 10:13:21 |
Starf í Árbæ

Viltu leggja okkur lið í  Musteri vatns og vellíðunar?

 

Árbæ íþróttamiðstöð vantar starfskraft.

 

Um er að ræða 50% starf við baðvörðslu kvenna.

 

Starfið felur í sér öryggisgæslu, afgreiðslu og tilfallandi viðhalds og ræstistörf.

 

Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og geta staðist sundpróf laugarvarða samkvæmt reglum þar um. Fræðsla í skyndihjálp og öryggisreglum íþróttamiðstöðvarinnar fer fram við upphaf starfs.

 

Æskilegir eiginleikar

  • Rík ábyrgðartilfinning og áreiðanleiki
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Snyrtimennska og dugnaður til að fylgja henni eftir
  • Skipulagshæfileikar og festa
  • Glaðværð og vinnusemi

 

Ráðið verður í starfið frá 1. september 2017.

 

Umsóknarfrestur er til 31. júlí  2017.

 

Nánari upplýsingar veitir forstöðum í síma  456 7381 og 696 7316.

 

Íþróttamiðstöðin Árbær / Musteri vatns og vellíðunar, er lifandi og skemmtilegur vinnustaður.

 

Þangað sækja fjölmargir gestir, á öllum aldri,  sér til ánægju og heilsubótar. 

 

Íþróttamiðstöðin er heilsulind bæjarins og starfsemi hennar mikilvægur þáttur í markmiðum Heilsubæjarins Bolungarvík


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.