Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 28.5.2017 12:09:22 |
Finnbjörn kominn til heimahafnar eftir breytingar

Dragnótarbáturinn Finnbjörn ÍS-68 fékk góðar móttökur þegar hann kom til heimahafnar í Bolungarvík síðastliðinn fimmtudag eftir umtalsverðar endurbætur. Með þessum endurbótum, sem unnar voru hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, var báturinn breikkaður að aftan, smíðaður var nýr tog gálgi og bakki bakborðsmeginn var lengdur með smá þaki yfir. Þá var sett nýtt þvottakar í bátinn en það var smíðað á heimaslóðum og sett í bátinn í heimahöfn.

 

Finnbjörn ÍS er um 20 metrar að lengd og 68 brúttótonn að stærð og er í eigu Lífsbjargar ehf. Skipstjóri á Finnbirni er Elli Bjössi Halldórsson og eru þrír menn í áhöfn bátsins. Skipverjar á Finnbirni áttu mjög gott ár í fyrra en þá kom báturinn með 1.526 tonn að landi og var þriðji aflahæsti dragnótarbátur landsins. Ráðgert er að Finnbjörn ÍS haldi til veiða um miðja þessa viku.

 

Meðfylgjandi myndir tók Sigríður Línberg Runólfsdóttir við komu Finnbjarnar ÍS-68 til Bolungarvíkur.


 

 

 

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.