Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 26.5.2017 11:26:28 |
Hreyfivika Heilsubæjarins Bolungarvíkur

Dagana 29. maí-4. júní er hreyfivika Heilsubæjarins Bolungarvíkur.

 

Heilsubærinn hvetur alla til þess að taka þátt í fjörinu með okkur. Allt er frítt og hentar fyrir alla aldurshópa. Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Dagskráin byrjar með sundkeppni allra sveitarfélaga út alla hreyfivikuna.

  • Mánudagur 29. maí: Bjöllur hjá Karítas kl. 17:15-18:15.
  • Þriðjudagur 30. maí: Golfkennsla fyrir börn kl. 16-17 og golfkennsla fyrir fullorðna kl. 20-21. Kennarar eru Janusz og Chatchai.
  • Miðvikudagur 31. maí:  Sundkennsla hjá Herdísi sundþjálfara kl. 17:00-18:00.
  • Fimmtudagur 1. júní: Golfkennsla fyrir börn kl. 16-17. Kennarar eru Janusz og Chatchai.
  • Föstudagur 2. júní: Föstudagsfjör í sundlauginni, tónlist og gleði og úti-fimleikar hjá Laddawan kl. 14:00-15:00 bak við skólann.
  • Laugardagur 3. júní: Samflot í sundlauginni kl. 10:00 og kraftlyftingarkennsla hjá Helga kl. 13:00-14:00.
  • Sunnudagur 4. júní: Frítt í sund.

 

Allir viðburðir verða auglýstir sérstaklega á facebook-síðu Heilsubæjarins:facebook.com/heilsubaerinn  

 

Kappróðrarbátarnir verða við Lækjarbryggju til æfinga fyrir sjómannadag.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.