Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 17.5.2017 09:11:42 |
Helga 100 ára í dag

Bolvíkingurinn Helga Guðmundsdóttir er 100 ára í dag.

 

Helga er fædd 17. maí 1917 á Blesastöðum á Skeiðum. Þar ólst hún upp, ein 14 systkina sem náðu fullorðinsaldri en tvö systkini hennar létust í æsku.

 

Helga giftist Bolvíkingnum Gunnari Halldórssyni og flutti til Bolungarvíkur árið 1952. Þau eignuðust þrjú börn. 

 

Eftir því sem best er vitað er Helga fyrsti Bolvíkingurinn sem nær 100 ára aldri.

 

Víkari óskar Helgu og ástvinum hennar til hamingju með daginn. 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.