Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 30.4.2017 08:27:07 |
Landsbjörg í Bolungarvík opnar nýja heimasíðu

Landsbjörg í Bolungarvík hefur opnað nýja heimasíðu á léninu www.415.is sem er bein tilvísun í póstnúmerið í Bolungarvík. Heimasíðan er hönnuð af Auði Hönnu Ragnarsdóttur og var opnuð í gær á afmælisdegi Slysavarnardeildarinnar Hjálpar sem stofnuð 29. apríl 1933. Á síðunni má fræðast um starfsemi Slysavarnardeildarinnar Hjálpar, Björgunarsveitarinnar Ernis og Slysavarnardeild kvenna í Bolungarvík auk þess sem þar er að finna gott úrval af fræðsluefni um slysavarnir sem nýtist almenningi í daglegu lífi.

 

Óhætt er að segja að mikið magn fróðleiks og hagnýtra upplýsinga er að finna á heimasíðu Landsbjargar í Bolungarvík. Þar verður einnig hægt að fylgjast með fréttum úr starfi félaganna og í gegnum síðuna er hægt að gerast félagi í Slysavarnardeildinni Hjálp, Björgunarsveitinni Erni og Slysavarnardeild kvenna í Bolungarvík.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.