Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 26.4.2017 16:11:04 |
Skólahreysti 2017

Í kvöld tekur okkar dásamlega skólahreystilið þátt í úrslitum Skólahreysti 2017 eftir frækinn sigur í undanriðlinum.

 

Stuðningsliðið (8., 9. og 10. bekkur ásamt starfsfólki) lagði af stað í morgun og var það framkvæmanlegt vegna góðra styrkja frá Þotunni ehf. og Kvennfélaginu Brautinni að gerlegt var að senda stuðningsliðið okkar dásamlega með til þess að hvetja okkar dásamlega keppnislið.

 

Keppnin fer fram í kvöld í Laugardalshöllinni og verður bein útsending frá Ríkissjónvarpinu sem hefst kl. 20:15.

 

Grunnskóli Bolungarvíkur hvetur alla sem hafa tök á að fylgjast með og senda okkar fólki jafnt keppnisliðið og stuðningsmannaliði góða strauma. Þeir sem eru staddir fyrir sunnan hvetum við þá til þess að skella sér í stúkuna og taka undir með hinum og kalla hátt - Áfram Bolungarvík! 

 

Mikil eftirvænting hefur ríkt síðustu daga við undirbúning stuðningsmannaliðsins að því er fram kemur á vef grunnskólans


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.