Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 7.4.2017 00:09:34 |
Rúmlega 3.200 tonn fyrstu þrjá mánuðina

Aflabrögð í Bolungarvík hafa verið með ágætum það sem af er árinu en verkfall sjómanna í janúar og febrúar setti þó sinn svip á landaðan afla í Bolungarvíkurhöfn fyrstu þrjá mánuði ársins. Alls komu rúmlega 3.200 tonn að landi í Bolungarvík fyrstu þrjá mánuði ársins og er það um 700 tonnum minni afli en á sama tíma í fyrra. Munar það mestu um að aflinn í janúar var 660 tonnum minna en í fyrra enda lá togarinn Sirrý ÍS bundinn við bryggju allan janúar mánuð.

 

Aflahæsta skipið þennan tíma var þó togarinn Sirrý ÍS með 658 tonn en 534 tonn af þeim afla var landað í mars. Næstir koma línubátarnir Fríða Dagmar ÍS með 451 tonn, Jónína Brynja ÍS með 420 tonn, Otur II ÍS með 315 tonn, Einar Hálfdáns ÍS með 307 tonn og Guðmundur Einarsson ÍS með 265 tonn. í næstu þremur sætum eru dragnótarbátanir Ásdís ÍS með 241 tonn, Finnbjörn ÍS með 122 tonn og Þorlákur ÍS með 116 tonn.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.