Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 3.4.2017 22:52:41 |
Verslunin O-Design komin í nýtt húsnæði

Siðastliðinn laugardag opnaði gjafavöruverslunin O-Design í nýju húsnæði í Bolungarvík. Verslunin er nú staðsett að Vitastíg 1 og er því við hliðina á handverkshúsinu Drymlu. O-Design er í eigu hönnuðarins Odds Andra og Ragnars Sveinbjörnssonar en í versluninni er að finna gott úrval af íslenskri hönnun og framleiðslu í bland við erlenda vöru að ógleymdri eigin hönnunar O-Design.

 

Verslunin O-Design verður með opið frá kl. 12 til kl. 17 alla daga nema sunnudaga í sumar en sá opnunartími hefst 20. maí nk.  Nálgast má frekari upplýsingar um opnunartíma og vöruúrval O-Design á Facebook-síðu verslunarinnar.

 

  


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.