Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 2.4.2017 22:36:42 |
Ný Ásdís til heimahafnar í Bolungarvík

 

Fjölmenni tók á móti nýju og glæsilegu skipi, Ásdísi ÍS-2,  sem kom til heimahafnar í Bolungarvík á föstudaginn. Það er Mýrarholt ehf sem á skipið en það kemur í stað eldri báts með sama nafni. Nýja Ásdísin er um 160 brúttótonn að stærð, smíðuð í Póllandi árið 1999 en gamli báturinn er töluvert minni eða 65 brúttótonn. Með skipinu fylgir 400-500 tonna kvóti og verður Ásdís gerð út á dragnót og rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi. Skipstjóri á Ásdísi er Einar Guðmundsson og verða 4 menn í áhöfn skipsins.

 

 

 

Feðgarnir Einar Guðmundsson og Guðmundur Einarsson sigldu Ásdísi ÍS-2 til heimahafnar í Bolungarvík.

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.