Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 30.3.2017 20:07:48 |
Opnar þvottahús í Bolungarvík

Sigrún Dröfn Guðmundsdóttir hyggst  opna þvottahús þann 10. apríl í Bolungarvík að Bakkastíg 8a. "Það mun heita Þvottahúsið Kraftur, ég get tekið allt sem snýr að þvotti. Ætlunin er að einbeita sér að barnafólki og eldri borgurum, airbnb og gistiheimilum en auðvitað mun ég geta tekið að mér allt frá tuskum til skítugustu bilaverkstæðisgalla" segir Sigrún.  Hún hvetur alla til þess að skoða Facebook siðu sína og hafa samband i sima 6180690 til fá frekari upplýsingar um þjónustuna sem verður veitt. Opnunartíminn verður frá 17:00 til 22:00.

 


Sigrún Dröfn flutti til Ísafjarðar árið 2013 með tveimur dætrum sínum. "Það var ást við fyrstu sýn og ég upplifði mig eins og ég væri stödd erlendis og fannst frábært geta farið til Hólmavíkur, Súðavíkur, Suðureyrar, Flateyrar, Þingeyrar og Bolungarvikur og átt yndislegan dag og skemmtilegt dagsferðalag með stelpunum mínum. Þetta væri bara næstum eins og Danmörk - Svíþjóð hugsaði ég."

 

Sigrún leggur stund á kraftlyftingar og varð í 3. sæti á móti um sterkustu konu Vestfjarða.   Í fyrra fluttu Sigrún og dæturnar  til Bolungarvíkur " og hef sko ekki séð eftir þeirri ákvörðun. Þar eignumst við okkar fyrsta varanlega heimili og hér líður okkur vel. Langar að bæta við að ég trúi þvi að þú þarft ekki að fæðast þar sem þú býrð heldur býrðu til þitt heimili og framtíð þar sem þú býrð. Bolungarvík er minn heimabær i dag og hér vil ég verða gömul og skapa mína framtíð fyrir mig og dætur mínar tvær" segir Sigrún að lokum.

 

Þvottahúsið Kraftur á Facebook


Fréttin birtist upphaflega í blaðinu Vestfirðir 30. mars 2017


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.