Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 27.3.2017 12:44:25 |
Fá góða styrki úr fornminjasjóði

Í síðustu viku var úthlutað styrkjum til 24 verkefna úr fornminjasjóði. Á vef Minjastofnunar kemur fram að tvær stofnanir í Bolungarvík fái þar góða styrki. Náttúrustofa Vestfjarða (fornleifadeild) fær 2,5 milljón króna styrk í verkefnið "Arnarfjörður á miðöldum" og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum fær 2,4 milljón króna styrk í verkefnið "Hvalveiðar útlendinga við Ísland á 17. öld".

 

Styrkveitingarnar styðja við starfsemi þessara stofnana og gerir þeim kleift að ráðast af krafti í mikilvægar rannsóknir á sínu starfssviði.

 

Nánar um styrki úr fornminjasjóði fyrir árið 2017


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.