Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 20.3.2017 20:42:14 |
Bolvíkingum fjölgar á milli ára

Íbúar í Bolungarvík voru 908 við upphaf þessa árs samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands og hafði íbúum bæjarfélagsins fjölgað um 4 frá ársbyrjun 2016.  Í tölum Hagstofunnar kemur einnig fram að mun fleiri karlar en konur búa í Bolungarvík en karlarnir eru 477 en konurnar eru aðeins 431 talsins. Þá má ætla út frá upplýsingum um aldurskiptingu að meðalaldur íbúa bæjarins sé um 38 ár.

 

Ef aldursskipting íbúanna er skoðuð nánar má sjá eftirfarandi stærðir:

Undir 6 ára aldri eru 75 íbúar
Á aldrinum 5-15 ára eru 132 íbúar
Á aldrinum 16-25 ára eru 107 íbúar
Á aldrinum 26-35 ára eru 125 íbúar
Á aldrinum 36-45 ára er 121 íbúi
Á aldrinum 46-55 ára er 101 íbúi
Á aldrinum 56-65 ára er 141 íbúi og
Yfir 65 ára aldri eru 106 íbúar
 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.