Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 18.3.2017 09:59:13 |
Glæsileg Kjörbúð opnuð í Bolungarvík

Í gær opnaði Kjörbúð Samkaupa í Bolungarvík og er óhætt að segja að viðtökur heimamanna hafa verið mjög góðar því stanslaus straumur viðskiptavina var í búðina fram á kvöld. Kjörbúðin er nýtt nafn á verslunum Samkaupa-Úrvals en áður var slík verslun í húsnæðinu. Kjörbúðinni er ætlað að þjónusta bæjarbúa með því að bjóða gott úrval, lágt verð og ferskar vörur á hverjum stað. All þessa helgi verður boðið upp á fjölda hagstæðra opnunartilboða í Kjörbúðinni og því kjörið tækifæri fyrir Bolvíkinga og nágranna að kíkja í glæsilega verslun og gera góð innkaup fyrir heimilið í leiðinni.

 

Með Kjörbúðinni eykst þjónusta við Bolvíkinga með lengri opnunartíma en Kjörbúðin verður opin alla virka daga kl 9 - 19, á laugardögum kl. 10 - 18 og á sunnudögum kl. 12 - 18. Einnig hefur vöruúrval í versluninni verið aukið og mun fjöldi vörunúmera í Kjörbúðinni aukast enn frekar á næstu misserum. Síðast en ekki síst býður Kjörbúðin upp á lægra vöruverð og verður verðmunur á Kjörbúðinni og lágvöruverðsverslunum verða það lítill að ekki verður lengur hvati fyrir Bolvíkinga til að sækja matvöruverslun út fyrir bæjarmörkin.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.