Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 15.3.2017 12:00:43 |
Fá styrk vegna ferðamanna á Bolafjalli

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun úr sjóðnum. Alls eru veittir styrkir til 58 verkefna hringinn í kringum landið og nemur heildarfjárhæð styrkja 610 milljónum króna. 

 

​Eitt verkefni í Bolungarvík fær styrk að þessu sinni en það er sveitarfélagið sjálft sem fær 2,8 milljón króna styrk vegna öryggis og verndaraðgerða á Bolafjalli. Styrkurinn verður nýttur til að gera leiðbeinandi stíga á fjallinu, setja upp kaðalhandrið og í hönnun og uppsetningu viðvörunarskilta. Framkvæmdin er talin vera mikilvægt öryggisverkefni á frábærum útsýnisstað og vaxandi ferðamannastað á Bolafjalli.

 

Þetta er sjötta árið sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutar styrkjum. Hlutverk sjóðsins er samkvæmt lögum að 1) stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt, 2) leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins, og 3) fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.

 

Nánar um úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.