Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 12.3.2017 20:47:29 |
Góður árangur á Íslandsmóti skákfélaga

Fyrstu helgina í mars fór fram seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga í Rimaskóla í Reykjavík. Sem fyrr tefldu Bolvíkingar í fyrstu deild þar sem félagið hefur verið óslitið sl. 10 ár. Árangur liðsins í ár er í samræmi við væntingar og í takt við styrkleikaröðun en Taflfélag Bolungarvíkur hafnaði í 5. sæti með 34,5 vinninga. Íslandsmótið fer þannig fram að fyrri hluti keppninnar fer fram að hausti og seinni hluti á vormánuðum næsta árs. Úrslit einstakra viðureigna var eftirfarandi:

 

1.umf    TB – KR 5:3

2.umf    Skákfélag Akureyrar – TB              4:4

3.umf    TB – Huginn a-sveit         1:7

4.umf    TB – Skákdeild Fjölnis     3,5:4,5

5.umf    Víkingaklúbburinn – TB    3,5:4,5

6.umf    TB – Taflfélag Reykjavíkur b-sveit             5,5:2,5

7.umf    Huginn b-sveit – TB         5:3

8.umf    TB – Taflfélag Reykjavíkur a-sveit              2,5:5,5

9.umf    Skákfélag Reykjanesbæjar – TB 3,5:4,5

 

Árangur einstakra skákmann er sem hér segir:

Jóhann Hjartarson           6,5v af 9

Dagur Arngrímsson         3,5 af 7

Guðmundur Gíslason     4,5 af 9

Halldór Grétar Einarsson               4,5 af 9

Magnús Pálmi Örnólfsson 5 af 7

Guðmundur Magnús Daðason   3 af 6

Stefán Arnalds  2,5 af 7

Gísli Gunnlaugsson          1 af 6

Jón L. Árnason   0,5 af 4

Guðni Stefán Pétursson                                0 af 1

Árni Ármann Árnason    1,5 af 4

Guðmundur Halldórsson              0,5 af 2

Sæbjörn Guðfinnsson    0,5 af 1

 

Eins og sjá má af upptalningunni er uppistaðan í liðinu Bolvíkingar en auk þess kemur liðstyrkur héðan og þaðan. Undanfarin ár hefur TB ákveðið að styrkja liðið ekki með útlendingum eins og flestar sveitirnar í fyrstu deild gera. TB (áður Skáksamband Vestfjarða) hefur tekið þátt í Íslandsmóti skákfélaga frá byrjun, oftast í fyrstu deild en öðru hverju í annarri deild. Fjórum sinnum hefur Taflfélag Bolungarvíkur hampað Íslandsmeistartitilinum.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.