Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 3.3.2017 21:51:32 |
Listaverk til styrktar Sigurvon

Vestfirskir listamenn og hönnuður styðja fjáröflunar- og árveknisátak Krabbameinsfélagsins Sigurvonar nú í marsmánuði með listaverkum sínum.

 

Hægt er að bjóða í listaverkin með því að senda skilaboð í gegnum Facebook-síðu félagsins, senda tölvupóst á sigurvon@snerpa.is eða hringja í síma 867-5168.

 

„Við hvetjum bæði einstaklinga og fyrirtæki til að skoða verkin og freista þess að eignast tímalaus listaverk og styrkja í leiðinni gott málefni,“ segir Tinna Hrund Hlynsdóttir stjórnarmeðlimur.

 

Á Facebook-síðu Sigurvonar má sjá hvað þegar hefur verið boðið í listaverkin. Hönnunarverkið eru sérstök bindisherðatré sem félagið selur á 3.900 kr. stykkið. 

 

Allur ágóði af uppboði og sölu verkanna rennur óskiptur til Sigurvonar  og stjórn félagsins er afar þakklát hönnuðinum og listamönnunum fyrir svo rausnarleg framlög. 

 

Einstaklingarnir sem gefa verk sín til styrktar félaginu eru myndlistamennirnir Berglind Halla Elíasdóttir, Marsibil G. Kristjánsdóttir, Ólafía Kristjánsdóttir, Pétur Guðmundsson og Reynir Torfason ásamt ljósmyndaranum Ágústi G. Atlasyni og hönnuðinum Oddi Andra Thomassyni.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.