Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 17.2.2017 10:48:12 |
Gáfu lyfjadælu á hjúkrunarheimilið Berg

Kvenfélagið Brautin afhenti á dögunum Hjúkrunarheimilinu Bergi lyfjadælu að gjöf. Þessi dæla er stafræn og eykur öryggi og þægindi í lyfjagjöfum fyrir sjúklinga.

 

Þess má einnig geta að kvenfélagið Brautin hefur í gegnum árin stutt ötullega við bakið á  hjúkrunarheimilinu Bergi, áður Sjúkraskýlinu. Meðal annars hefur félagið gefið loftdýnu sem eykur til muna  þægindi hjá langlegu sjúklingum.

 

Kvenfélaginu Brautinni eru færðar góðar þakkir fyrir höfðinglega gjöf.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.