Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 19.1.2017 11:25:29 |
Rangá selur vörur frá Gamla bakaríinu

Verslunin Rangá í Reykjavík hefur hafið sölu á ýmsum vörum frá Gamla bakaríinu á Ísafirði. 

 

Vörurnar koma á þriðjudögum og föstudögum og Rangá er opin alla daga frá kl. 10 til 22. Einnig er hægt að panta í versluninni eða í síma 553 3402.

 

Gamla bakaríið stendur við torgið í hjarta Ísafjarðar. Í yfir 100 ár hafa íbúar og gestir Ísafjarðar getað treyst á gæða brauð og kökur frá Gamla bakaríinu. 

 

Verslunin Rangá er við Skipasund 56 og er búin að vera starfandi hátt í 85 ár, þar af tæp 45 ár í sömu fjölskyldu og er í dag rekin af Kristbjörgu Agnarsdóttir og fjölskyldu en fjölskyldan á rætur að rekja til Selárdals í Arnarfirði. 

 

Slagorð búðarinnar er Litla búðin með stóra hjartað.

 

Sérstaða Rangár er sala á vestfirskum harðfiski, lambakjöti frá Kópaskeri, vestfirskum hnoðmör og nú einnig brauði og sætabrauði frá Ísafirði. 

 

Búðin hefur einnig mikið úrval af gjafavöru en í staðinn fyrir nammidag þá býður Rangá upp á 50% afslátt af ávöxtum alla laugardaga.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.