Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 20.12.2011 23:10:12 |
Bolvísk grunnskólabörn styrkja UNICEF

Það hefur verið til siðs hjá nemendum í Grunnskóla Bolungarvíkur að skiptast á litlum gjöfum á Litlu jólunum í skólanum. Í ár ákváðu nemendur í 9. og 10. bekk að bregða út af vananum og styrkja góðgerðarfélag í stað þess að skiptast á gjöfum. Þannig komu allir með umslag sem í var 500 - 1.000 krónur og var umslagið merkt því góðgerðarfélagi sem þau vildu styrkja. Þá var öllum umslögunum safnað saman og svo eitt þeirra dregið út og varð niðurstaðan sú að UNICEF fékk 13.600 krónur frá nemendum 9. og 10. bekkjar Grunnskóla Bolungarvíkur. Þetta er sannarlega fallega gert hjá nemendum grunnskólans og víst að gjafir þeirra eiga eftir að nýtast vel í starfi UNICEF - Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

 

Heimasíða UNICEF á Íslandi þar sem hægt er gefa sannar jólagjafir sem breyta lífi bágstaddra barna.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.