Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 13.2.2020 10:23:56 |

Íbúar eru beðnir um að huga að lausum munum í dag fyrir föstudaginn og koma í veg fyrir fljúgandi ruslatunnur og að tryggja allt lauslegt útivið. 

 

Veðurspáin fyrir föstudaginn er einkar hörð. Veðurhæð eykst með morgninum og veðrið verður í hámarki um miðjan dag með snjókomu og éljagangi og fer ekki að ganga niður fyrr en um miðnætti.

 

Það er veruleg hætta á að lausir munir eins og ruslatunnur fjúki í veðrinu og skemmi bíla eða brjóti rúður.

 

Þeir sem lenda í vandræðum vegna veðursins eru hvattir til að hringa í 112 og óska aðstoðar en ekki að hringja í meðlimi björgunarsveitarinnar.

 

Lögreglan á Vestfjörðum ráðleggur fólki að vera ekki á ferðinni á milli þéttbýliskjarna á föstudaginn nema að brýna nauðsyn beri til. Búast má ...


Fréttir | 13.2.2020 08:34:33 |

Árshátíð Grunnskóla Bolungarvíkur verður fimmtudaginn 13. febrúar kl. 17:15 í Félagsheimili Bolungarvíkur.

 

Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir 16 ára og eldri og 500 kr. fyrir börn, en það er frítt fyrir nemendur 1.-6. bekkjar í Grunnskóla Bolungarvíkur.

 

Þema árshátíðarinnar að þessu sinni er „Í þá gömlu góðu daga“. Unglingastigið sýnir brot úr Bugsy Malone. 

 

Í hléi verða seldar veitingar.

 

Allir eru velkomnir!


Fréttir | 12.2.2020 14:22:56 |

Metnaðarfull dagskrá Heilsubæjarins Bolungarvíkur í heilsumánuði liggur fyrir. 

 

Helsta markmiðið Heilsubæjarins er að hver og einn finni til ábyrgðar gagnvart sjálfum sér og eigin heilsu. 

 

Fyrirlestur: Næring og heilsa
Félagsheimilið, miðvikudag 12. febrúar kl. 20:00

 

Skyndihjálparnámskeið
Salur Slysavarnarfélagsins, mánudag 17. febrúar kl. 17:00

 

Yoga fyrir eldri borgara
Safnaðarheimilið, þriðjudag 18. febrúar kl. 11:00

 

Heilsufarsmælingar
Íþróttamiðstöðin Árbær, þriðjudag 18. febrúar kl. 16:15

 

Hlaupaæfing með riddurum Rósu
Íþróttamiðstöðin Árbær, þriðjudag 18. febrúar kl. 17:30

 

Danskvöld - gömlu dansarnir


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 7.2.2020 11:36:13
Fréttir | 31.1.2020 10:35:20
Fréttir | 29.1.2020 11:48:21
Fréttir | 20.1.2020 13:55:47
Fréttir | 12.12.2019 15:09:22
Fréttir | 9.12.2019 16:36:30
Fréttir | 9.12.2019 09:55:31
Fréttir | 27.11.2019 15:10:14
Fréttir | 27.11.2019 08:52:28
Fréttir | 14.11.2019 16:13:32
Fréttir | 14.11.2019 09:36:03
Fréttir | 14.11.2019 08:18:51
Fréttir | 13.11.2019 15:59:19
Fréttir | 11.11.2019 15:33:14
Fréttir | 30.10.2019 13:28:12
Fréttir | 17.10.2019 08:35:32
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.