Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 17.10.2019 08:35:32 |

Varist eftirhermur! er sýning Sóla Hólm fimmtudaginn 17. október 2019 kl. 21:00 í Félagsheimili Bolungarvíkur.

 

Eftir 27 uppseldar sýningar á uppistandinu Varist eftirhermur! víða um land mætir Sóli Hólm til Bolungarvíkur og stígur á svið í félagsheimilinu.

 

Titill sýningarinnar er lýsandi þar sem fáir hér á landi geta brugðið sér í líki jafnmargra þjóðþekktra Íslendinga og Sóli Hólm.

 

Sóli Hólm sló í gegn á síðasta ári þegar hann setti sína fyrstu uppistandssýningu á svið í byrjun árs. Sýningarnar áttu upphaflega að vera fjórar en urðu á endanum 35. Þá sýningu notaði Sóli meðal annars til að gera upp baráttu sína við krabbamein sem hann sigraðist á árið 2017.

 

Nú einbeitir Sóli sér að ...


Fréttir | 17.10.2019 08:30:59 |

Grunnskóli Bolungarvíkur óskar eftir aðstoðarmatráð í mötuneyti skólans frá og með 1. nóvember 2019.

 

Í boði er 50% starf, vinnutími 09.00 - 13.00, sem felst í almennri vinnu í mötuneyti leik- og grunnskóla. 

 

Í starfinu felst meðal annars undirbúningur, framleiðsla á mat, frágangur og þrif. Auk þess þarf einstaklingurinn að leysa matráð af ef þörf er á. 

 

Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna og hentar jafnt körlum sem konum.

 

Hæfnikröfur
Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera góða færni í mannlegum samskiptum, er með ríka þjónustulund, samstarfsvilja og sveigjanleika. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi. Þarf að hafa gott vald á íslenskri ...


Fréttir | 27.9.2019 09:29:40 |

Bolungarvíkurkaupstaður óskar eftir tilboði í byggingu útsýnispalls á Bolafjalli. 

 

Meðal helstu verkþátta eru:

  • Borun og festing bergbolta.
  • Smíði og uppsetning stálvirkis.
  • Frágangur yfirborðs.

 

Verkinu skal að fullu lokið 15. október 2021.

 

Útboðsgögn fást afhent frá og með miðvikudeginum 2. október með því að hringja í síma 450-7000 og gefa upp nafn og heimilisfang, síma og netfang og fá útboðsgögn send í tölvupósti, eða gegn því að senda tölvupóst á netfangið finnbogi@bolungarvik.is.

 

Tilboðum skal skila rafrænt í tölvupósti á netfangið finnbogi@bolungarvik.is eða á skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar, Aðalstræti 10-12, 415 Bolungarvík eigi síðar en kl. 14:00 miðvikudaginn 30. október 2019 þar sem þau verða opnuð kl. ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 25.9.2019 14:52:58
Fréttir | 25.9.2019 14:45:03
Fréttir | 24.9.2019 10:28:24
Fréttir | 20.9.2019 10:55:48
Fréttir | 5.9.2019 09:49:13
Fréttir | 5.9.2019 09:01:19
Fréttir | 4.9.2019 09:05:50
Fréttir | 14.8.2019 11:14:29
Fréttir | 14.8.2019 09:33:24
Fréttir | 18.7.2019 12:03:54
Fréttir | 5.7.2019 14:44:12
Fréttir | 3.7.2019 14:45:05
Fréttir | 2.7.2019 11:54:34
Fréttir | 27.6.2019 15:37:15
Fréttir | 25.6.2019 09:18:07
Fréttir | 25.6.2019 09:11:37
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.