Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 20.1.2020 13:55:47 |

Þann 20. janúar 1920 hófst verslunarrekstur í húsinu að Hafnargötu 81 í Bolungarvík sem frá árinu 1927 hefur kallast Verzlun Bjarna Eiríkssonar eða Bjarnabúð.

 

Á þessum hundrað árum hefur eitt hlutafélag og þrír kaupmenn staðið fyrir verslunarrekstri í húsinu.

 

Hinar sameinuðu íslensku verslanir hf. 1920-1926
Bjarni Eiríksson 1927-1958
Benedikt Bjarnason 1958-1996
Stefanía Birgisdóttir 1996-

 

Hinar sameinuðu íslensku verslanir samanstóðu af Gránufélaginu, Tulinius og Á. Ásgeirsons og ráku verslanir á Austurlandi, Norðurlandi og við Ísafjarðardjúp. Næst á eftir Sambandinu var þetta hlutafélag stærsta verslunarfyrirtæki á Íslandi en varð gjaldþrota árið 1926. 

 

Hinar sameinuðu íslensku verslanir reistu húsið við Hafnargötu 81 árið 1919. Karlmenn í ...


Fréttir | 12.12.2019 15:09:22 |

Sunnudagaskóli þriðja sunnudag í aðventu kl. 11:00 í safnaðarheimilinu

 

Sunnudagaskóli fjórða sunnudag í aðventu kl. 11:00 í safnaðarheimilinu

 

Aftansöngur á aðfangadag jóla kl. 18:00 í Hólskirkju

 

Hátíðarmessa á jóladag kl. 14:00 í Hólskirkju

 

Helgistund á jóladag kl. 15:15 í hjúkrunarheimilinu Bergi

 

Aftansöngur á gamlársdag kl. 17:00 í Hólskirkju


Gleðileg jól og farsælt nýtt ár!


Fréttir | 9.12.2019 16:36:30 |

Hin árlega aðventustund Kirkjukórs Bolungarvíkur var í Hólskirkju á annan sunnudag í aðventu líkt og löng hefð er fyrir.

 

Kirkjukór Bolungarvíkur söng undir stjórn Guðrúnar B. Magnúsdóttur og Halldóra Jónasdóttir leiddi sunnudagaskólabörn í helgileik. 

 

Árný Margrét Sævarsdóttir söng Nóttin var sú ágæt ein, en Árný Margrét lék og söng fyrir ferðamenn í kirkjunni í sumar. 

 

Steinunn Guðmundsdóttir flutti hugvekju og hafði margt að segja um kirkjusókn og sögu kirkjunnar en foreldrar hennar þau Helga Svana Ólafsdóttir og Guðmundur Hraunberg Egilsson unnu Hólskirkju og var Hraunberg lengi meðhjálpari.

 

Þá báru fermingarbörn ljósið í bæinn og sögðu sögu aðventukransins. 


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 9.12.2019 09:55:31
Fréttir | 27.11.2019 15:10:14
Fréttir | 27.11.2019 08:52:28
Fréttir | 14.11.2019 16:13:32
Fréttir | 14.11.2019 09:36:03
Fréttir | 14.11.2019 08:18:51
Fréttir | 13.11.2019 15:59:19
Fréttir | 11.11.2019 15:33:14
Fréttir | 30.10.2019 13:28:12
Fréttir | 17.10.2019 08:35:32
Fréttir | 17.10.2019 08:30:59
Fréttir | 27.9.2019 09:29:40
Fréttir | 25.9.2019 14:52:58
Fréttir | 25.9.2019 14:45:03
Fréttir | 24.9.2019 10:28:24
Fréttir | 20.9.2019 10:55:48
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.