Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 5.7.2019 14:44:12 |

Minnismerkið er um mesta sjóslys og eitt stærsta björgunarafrek Íslandssögunnar.

 

Þann 5. júlí 1942, í miðri heimsstyrjöldinni síðari, sigldi skipalestin QP-13, á leið frá Murmansk í Rússlandi til Hvalfjarðar, í belti tundurdufla sem lagt hafði verið til varnar óvinaskipum norður af Aðalvík á Vestfjörðum. 

 

Sex skip fórust, fjögur bandarísk, eitt breskt og eitt rússneskt og með þeim um 240 manns, karlar, konur og börn. Telst þetta mesta slys á sjó í Íslandssögunni.

 

Um 250 manns var bjargað úr sjónum við erfiðar og hættulegar aðstæður. Þar af vann lítið franskt herskip það einstæða afrek að bjarga um 180 manns og má telja það eitt mesta björgunarafrek Íslandssögunnar.

 

Minnismerkið QP-13 er við Stigahlíð í Bolungarvík og má sjá slysstaðinn ...


Fréttir | 3.7.2019 14:45:05 |

Grunnskóli Bolungarvíkur óskar eftir starfsmönnum í tvö störf.

 

Aðstoð í mötuneyti skólans - matráður II

 

Upphaf starfs: 15.ágúst 2019

 

Starfshlutfall: 60 % 


Lýsing á starfinu: Almenn vinna í mötuneyti leik- og grunnskóla, aðstoðarmatráður. Í starfinu felst meðal annars undirbúningur, framreiðsla á mat, frágangur og þrif. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

 

Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera góða færni í mannlegum samskiptum, er með ríka þjónustulund, samstarfsvilja og sveigjanleika. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi.

 

Heilsdagsskólinn / heilsuskólinn - ...


Fréttir | 2.7.2019 11:54:34 |

Hæfileikafólkið í úkranísku kammersveitinni Kyiev Soloists er komið til Bolungarvíkur. 

 

Fyrsta æfing hljómsveitarinnar fór fram í dag en fyrri tónleikarnir verða á miðvikudagskvöldið kl. 20 í Félagsheimili Bolungarvíkur.

 

Þá flytur sveitin Klarinettukonsert í A-dúr eftir Mozart, einleikari er Selvadore Rähni, og eftir hlé flytur hljómsveitin Sinfóníu nr. 40 í G-moll eftir Mozart.

 

Á síðari tónleiknum, á fimmtudagskvöldið kl. 20, leikur Oliver Rähni einleiksverk á píanó eftir Chopin, Scarlatti, Beethoven, Liszt, Grainger og sjálfan sig en eftir hlé flytur kammersveitin verk eftir Vivaldi og Piazzolla.

 

Hægt er að kaupa miða á vefnum tix.is á báða tónleikana og eins við innganginn.

 

 


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 27.6.2019 15:37:15
Fréttir | 25.6.2019 09:18:07
Fréttir | 25.6.2019 09:11:37
Fréttir | 13.6.2019 11:20:05
Fréttir | 12.6.2019 15:28:31
Fréttir | 4.6.2019 13:14:35
Fréttir | 4.6.2019 11:19:51
Fréttir | 31.5.2019 13:03:01
Fréttir | 30.5.2019 09:47:18
Fréttir | 29.5.2019 16:03:41
Fréttir | 29.5.2019 12:43:37
Fréttir | 28.5.2019 09:36:14
Fréttir | 7.5.2019 11:56:19
Fréttir | 24.4.2019 22:53:41
Fréttir | 24.4.2019 08:40:09
Fréttir | 19.4.2019 13:58:35
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.