Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 17.5.2017 09:11:42 |

Bolvíkingurinn Helga Guðmundsdóttir er 100 ára í dag.

 

Helga er fædd 17. maí 1917 á Blesastöðum á Skeiðum. Þar ólst hún upp, ein 14 systkina sem náðu fullorðinsaldri en tvö systkini hennar létust í æsku.

 

Helga giftist Bolvíkingnum Gunnari Halldórssyni og flutti til Bolungarvíkur árið 1952. Þau eignuðust þrjú börn. 

 

Eftir því sem best er vitað er Helga fyrsti Bolvíkingurinn sem nær 100 ára aldri.

 

Víkari óskar Helgu og ástvinum hennar til hamingju með daginn. 


Fréttir | 9.5.2017 10:21:09 |

Forstöðumaður FHB og athafnamaðurinn Benni Sig hefur keypt ráðandi hlut í bolvíska blaðinu "Málgagninu" sem Einar Geir Jónasson hefur ritstýrt sl. 5-6 ár. Mikill hallarekstur hefur verið á blaðinu sl. ár en áskrifendur voru fámennur en dyggur hópur. Með þessu telur Einar Geir að megi endurskipuleggja alla innri vinnu blaðsins svo það megi vaxa og dafna.

Kaupverð fæst ekki uppgefið.

Meðfylgjandi mynd er af undirskrift Benna Sig og Einars Geirs í GÍ á dögunum.


Fréttir | 5.5.2017 14:04:23 |

Salt til gróðureyðingar er hægt að fá ókeypis hjá hafnarvog og við áhaldahús.

 

Líkt og undanfarin ár býður bærinn bæjarbúum upp á salt til gróðureyðingar við hús sín og nærliggjandi gangstéttir. 

 

Saltið er að finna í körum hjá hafnarvoginni og við áhaldahús bæjarins. 


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 4.5.2017 15:54:03
Fréttir | 4.5.2017 10:13:37
Fréttir | 30.4.2017 08:27:07
Fréttir | 26.4.2017 16:11:04
Fréttir | 26.4.2017 15:11:00
Fréttir | 7.4.2017 00:09:34
Fréttir | 5.4.2017 20:36:03
Fréttir | 3.4.2017 22:52:41
Fréttir | 2.4.2017 22:36:42
Fréttir | 30.3.2017 20:07:48
Fréttir | 27.3.2017 15:10:59
Fréttir | 27.3.2017 12:44:25
Fréttir | 20.3.2017 20:42:14
Fréttir | 19.3.2017 15:11:28
Fréttir | 18.3.2017 09:59:13
Fréttir | 15.3.2017 12:00:43
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.