Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 18.7.2017 10:13:21 |

Viltu leggja okkur lið í  Musteri vatns og vellíðunar?

 

Árbæ íþróttamiðstöð vantar starfskraft.

 

Um er að ræða 50% starf við baðvörðslu kvenna.

 

Starfið felur í sér öryggisgæslu, afgreiðslu og tilfallandi viðhalds og ræstistörf.

 

Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og geta staðist sundpróf laugarvarða samkvæmt reglum þar um. Fræðsla í skyndihjálp og öryggisreglum íþróttamiðstöðvarinnar fer fram við upphaf starfs.

 

Æskilegir eiginleikar

  • Rík ábyrgðartilfinning og áreiðanleiki
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Snyrtimennska og dugnaður til að fylgja henni eftir
  • Skipulagshæfileikar og festa
  • Glaðværð og vinnusemi

 

Ráðið verður í starfið frá 1. september ...


Fréttir | 18.7.2017 10:00:26 |

Búið er að setja upp ærslabelg í Bolungarvík og verður hann opnaður formlega í dag, þriðjudaginn 18. júlí kl. 17.

 

Ærslabelgurinn er staðsettur neðst á Höfðastígnum við leikvöllinn hjá Tónlistarskólanum.

 

Ærslabelgurinn er blásinn upp yfir daginn en slökkt á þrýstingnum á kvöldin og eftir að snjór hylur jörð. 

 

Allir eru velkomnir!


Fréttir | 30.6.2017 12:32:01 |

Jón Valdimar Bjarnason og Kári Guðmundsson hafa tekið saman örnefnaskrá og fært Bolungarvíkurkaupstað.

 

Tekið var formlega við skránni í gær fimmtudaginn 29. júní í Félagsheimili Bolungarvíkur. 

 

Birgir Bjarnason var þeim félögum innan handar við gerð skrárinnar. 

 

Örnefnaskráin hefur verið gerð aðgengileg á vefnum.

 

 

 

Bolungarvíkurkaupstaður hefur látið framleiða boli með hjarta sem myndað er úr örnefnum í Bolungarvík og nágrenni og eru örnefnin fengin úr skránni. Bolirnir verða til sölu á markaðstorginu laugardaginn 1. júlí. 


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Íbúð óskast til leigu.

Hjón óska eftir íbúð eða húsi til leigu í Bolungavík. Uppl.í síma 8614249 eða á asgeirfj@gmail.com

Eldra efni
Fréttir | 28.6.2017 15:26:51
Fréttir | 22.6.2017 15:57:44
Fréttir | 21.6.2017 17:56:27
Fréttir | 21.6.2017 11:43:22
Fréttir | 14.6.2017 11:10:52
Fréttir | 14.6.2017 11:07:31
Fréttir | 14.6.2017 10:45:48
Fréttir | 9.6.2017 18:04:57
Fréttir | 9.6.2017 09:20:22
Fréttir | 2.6.2017 08:41:53
Fréttir | 1.6.2017 11:31:49
Fréttir | 1.6.2017 10:59:53
Fréttir | 31.5.2017 11:43:09 | ruv.is
Fréttir | 28.5.2017 12:09:22
Fréttir | 28.5.2017 10:09:28
Fréttir | 26.5.2017 11:26:28
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.