Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 11.9.2017 11:08:37 |

Ástarvikan var formlega sett í gær á sunnudegi.

 

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri, setti vikuna en að þessu sinni heldur bærinn utan um dagskrána.

 

Um leið var opnuð brúðkaupsmyndasýning í EG-húsinu í Aðalstræti 21 sem Guðlaug Rós Hólmsteinsdóttir hefur haft veg og vanda af að setja upp. Á sýningunni má sjá brúðkaupsmyndir Bolvíkinga og skilja eftir hugleiðingu um ástina fyrir aðra gesti sýningarinnar.

 

Síðar um kvöldið var kvöldmessa kærleikans í Hólskirkju þar sem sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir sagði frá ástarsögum í Biblínunni og Karolína Sif og Emil Uni fluttu falleg ástarlög ásamt reynsluboltunum þeim Benna Sig og Helga Hjálmtýssyni. Björg Guðmundsdóttir var með hláturjóga og í messulok fengu allir sem vildu sérstaka ...


Fréttir | 11.9.2017 11:05:20 |

Minningarskjöldur var helgaður í Hólskirkjugarði í Bolungarvík laugardaginn 2. september 2017.

 

Á minningarskjöldinn eru rituð þekkt nöfn allra þeirra sem hvíla í garðinum og eru grafir þeirra merktar ásamt gröfum óþekktra. 

 

Það eru afkomendur hjónanna Júlíusar Hjaltasonar og Guðrúnar Sigríðar Guðmundsdóttur frá Hrauni í Skálavík sem hafa sett upp minningarskjöldinn og gefið Hólssókn. 

 

Minningarskjöldurinn er bæði til vitnis um þá sem vitað er um með fullri vissu hvar hvíli í garðinum en einnig og ekki síður virðingarvottur við horfnar kynslóðir Bolvíkinga.

 

Form minningarskjaldarins minnir í senn á skipsstafn og rísandi öldufald, en skjöldurinn með nöfnum genginna Bolvíkinga á að endurspegla styrk og þol þeirra kynslóða sem í garðinum ...


Fréttir | 5.9.2017 09:33:56 |

Gengið verður upp að Surtarbrandsnámunni í Syðridal og í leiðinni verður gönguleiðin stikuð miðvikudaginn 6. september kl. 18:00.

 

Göngufólki er bent á að hafa með sér höfuðljós eða vasaljós ef það vill fara inn í námuna. 

 

Gengið verður frá Gilsárbrú í Syðridal.

 

Göngustjórn er á vegum stjórnar Heilsubæjarins Bolungarvíkur

 

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands verða á öllu landinu nú í september og eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. 

 

Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka  u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Íbúð óskast til leigu.

Hjón óska eftir íbúð eða húsi til leigu í Bolungavík. Uppl.í síma 8614249 eða á asgeirfj@gmail.com

Eldra efni
Fréttir | 5.9.2017 08:46:24
Fréttir | 31.8.2017 08:50:55
Fréttir | 24.8.2017 15:32:29
Fréttir | 23.8.2017 13:16:23
Fréttir | 23.8.2017 11:15:08
Fréttir | 18.8.2017 10:41:43
Fréttir | 16.8.2017 09:39:55
Fréttir | 14.8.2017 11:10:08
Fréttir | 18.7.2017 10:13:21
Fréttir | 18.7.2017 10:00:26
Fréttir | 30.6.2017 12:32:01
Fréttir | 28.6.2017 15:26:51
Fréttir | 22.6.2017 15:57:44
Fréttir | 21.6.2017 17:56:27
Fréttir | 21.6.2017 11:43:22
Fréttir | 14.6.2017 11:10:52
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.