Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 7.4.2017 00:09:34 |

Aflabrögð í Bolungarvík hafa verið með ágætum það sem af er árinu en verkfall sjómanna í janúar og febrúar setti þó sinn svip á landaðan afla í Bolungarvíkurhöfn fyrstu þrjá mánuði ársins. Alls komu rúmlega 3.200 tonn að landi í Bolungarvík fyrstu þrjá mánuði ársins og er það um 700 tonnum minni afli en á sama tíma í fyrra. Munar það mestu um að aflinn í janúar var 660 tonnum minna en í fyrra enda lá togarinn Sirrý ÍS bundinn við bryggju allan janúar mánuð.

 

Aflahæsta skipið þennan tíma var þó togarinn Sirrý ÍS með 658 tonn en 534 tonn af þeim afla var landað í mars. Næstir koma línubátarnir Fríða Dagmar ÍS með 451 tonn, Jónína Brynja ÍS með 420 tonn, Otur II ÍS með 315 tonn, Einar Hálfdáns ÍS með 307 tonn og Guðmundur Einarsson ÍS með 265 ...


Fréttir | 5.4.2017 20:36:03 |

Nú á pálmasunnudag, 9. apríl, verður haldin sameiginleg sunnudagaskólahátíð kirkna á norðanverðum Vestfjörðum. 

 

Hátíðin verður að þessu sinni haldin í Flateyrarkirkju. 

 

Lagt verður af stað frá Hólskirkju með rútu kl. 10:15. 

 

Eftir stundina verður boðið upp á pylsur og tilheyrandi.

 

Allir eru velkomnir, konur, kallar og krakkar.


Fréttir | 3.4.2017 22:52:41 |

Siðastliðinn laugardag opnaði gjafavöruverslunin O-Design í nýju húsnæði í Bolungarvík. Verslunin er nú staðsett að Vitastíg 1 og er því við hliðina á handverkshúsinu Drymlu. O-Design er í eigu hönnuðarins Odds Andra og Ragnars Sveinbjörnssonar en í versluninni er að finna gott úrval af íslenskri hönnun og framleiðslu í bland við erlenda vöru að ógleymdri eigin hönnunar O-Design.

 

Verslunin O-Design verður með opið frá kl. 12 til kl. 17 alla daga nema sunnudaga í sumar en sá opnunartími hefst 20. maí nk.  Nálgast má frekari upplýsingar um opnunartíma og vöruúrval O-Design á Facebook-síðu verslunarinnar.

 

  


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 2.4.2017 22:36:42
Fréttir | 30.3.2017 20:07:48
Fréttir | 27.3.2017 15:10:59
Fréttir | 27.3.2017 12:44:25
Fréttir | 20.3.2017 20:42:14
Fréttir | 19.3.2017 15:11:28
Fréttir | 18.3.2017 09:59:13
Fréttir | 15.3.2017 12:00:43
Fréttir | 14.3.2017 11:01:57
Fréttir | 12.3.2017 20:47:29
Fréttir | 6.3.2017 13:33:30
Fréttir | 3.3.2017 21:51:32
Fréttir | 3.3.2017 10:30:10
Fréttir | 17.2.2017 10:48:12
Fréttir | 6.2.2017 10:55:50
Fréttir | 23.1.2017 15:36:44
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.