Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 31.10.2018 14:20:15 |

Byrjað var að heiðra einstaklinga á Sjómannadeginum í Bolungarvík árið 1954. 

 

Heiðrun fór fram á kvöldskemmtun í félagsheimilinu fram til ársins 1989 að heiðrun fór í fyrsta skipti fram í Hólskirkju, en þá var Sjómannadagurinn í Bolungarvík 50 ára, og hefur heiðrun farið þar fram síðan.

 

Bolungarvíkurkaupstaður sér nú um Sjómannadaginn í Bolungarvík og óskar bærinn eftir myndum frá athöfnum og einstaklingum sem hafa verið heiðraðir ef einhverjir kunna að eiga slíkar myndir í fórum sínum.

 

Sjómannadagurinn í Bolungarvík verður 80 ára á næsta ári 2019.

 

Hér fylgir listi yfir 71 heiðurskarl Sjómannadagsins í Bolungarvík.

 

Heiðraðir 1954
Guðmundur Salómon Jónasson
Jens Jónsson
Þorlákur ...


Fréttir | 25.10.2018 11:50:42 |

Neyðarkall björgunarsveitanna er væntanlegur til þín í byrjun nóvember.

 

Þessa dagana senda björgunarsveitirnar frá sér Neyðarkall sem nú kemur úr fortíðinni enda fagnar Slysavarnafélagið Landsbjörg 90 ára afmæli á þessu ári.

 

Með því að kaupa Neyðarkall tekur þú þátt í uppbyggingarstarfi björgunarsveitanna í landinu og stuðlar um leið að eigin öryggi og annarra.

 

Taktu vel á móti sjálfboðaliðum björgunarsveitanna og leggðu okkur lið.

 

Þetta er Neyðarkall til þín.


Fréttir | 22.10.2018 09:14:28 |

Sextán umsóknir bárust í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnisstaðar á Bolafjalli fyrir ofan Bolungarvík.

 

Ein umsóknanna uppfyllti ekki skilyrði forvalsins en valnefnd skipuð einum fulltrúa sveitarfélags og tveimur fulltrúum Verkís mat umsóknir og því var dregið úr fimmtán umsóknum í votta viðurvist.

 

Þrjú teymi voru dregin upp úr hattinum:

  •     Efla og Landark,
  •     Landmótun, Argos og Sei,
  •     Studio Arnhildur Pálmadóttir & KBS.

 

Markmið verkefnisins er að gera útsýnisstaðinn á Bolafjalli að eftirsóknaverðum ferðamannastað á Vestfjörðum.

 

Leitast er eftir að fá fram hugmyndir að hönnun og efnisnotkun útsýnispalls sem verður einstakur í sínum flokki hvað varðar fagurfræði og staðsetningu. Pallurinn skal falla vel að umhverfinu og ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 15.10.2018 10:37:14
Fréttir | 1.10.2018 11:18:14
Fréttir | 26.9.2018 08:51:20
Fréttir | 25.9.2018 16:54:27
Fréttir | 25.9.2018 16:39:13
Fréttir | 25.9.2018 09:34:12
Fréttir | 20.9.2018 09:03:16
Fréttir | 19.9.2018 13:22:58
Fréttir | 18.9.2018 13:51:59
Fréttir | 13.9.2018 15:06:12
Fréttir | 10.9.2018 10:34:55
Fréttir | 7.9.2018 09:17:25
Fréttir | 5.9.2018 10:29:01
Fréttir | 22.8.2018 09:31:33
Fréttir | 22.8.2018 09:19:11
Fréttir | 21.8.2018 13:20:41
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.