Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 20.3.2019 13:40:57 |

Bæjarráð Bolungarvíkur harmar hugmyndir stjórnvalda um skerðingu á framlögum ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga eins og fram kemur í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18. mars síðastliðnum.

 

Þær hugmyndir sem fram eru komnar eru til þess fallnar að skerða þjónustu við íbúa í Bolungarvík og á Vestfjörðum öllum. Tillögurnar leggjast afar illa á fámenn sveitarfélög sem reiða sig á framlög Jöfnunarsjóðs til að jafna að hluta þann gríðarlega aðstöðumun sem er milli sveitarfélaga á Vestfjörðum og t.d. á höfuðborgarsvæðinu.

 

Fram kemur í minnisblaðinu að fyrirhuguð skerðing leggist afar misjafnt á sveitarfélög um landið og ljóst er að íbúar á Vestfjörðum munu bera hlutfallslega mestu skerðinguna. Þannig skerðast fjárframlög ...


Fréttir | 20.3.2019 10:30:33 |

Áhrifamikið leikrit um föður Bölungavíkur Einar Guðfinnsson sýnt 3. og 4. apríl 2019 í Hugleikhúsinu, Langholtsvegi í Reykjavík. 

 

Ungur að árum hóf Einar útgerð á sexæringi. Hugurinn hans stefndi hátt og áður en yfir lauk hafði hann byggt upp mörg fyrirtæki í útgerð og margþættum rekstri. Hér er á ferðinni kraftmikil leiksýning þar sem róið er á ýmis mið og gjarnan teflt á tæpasta vað. 

 

Höfundar leiksins eru þeir Elfar Logi Hannesson og Rúnar Guðbrandsson. Sá fyrrnefndi er í hlutverki Einars en Rúnar leikstýrir. Höfundur tónlistar er Björn Thoroddsen en lýsingu hannaði Magnús Arnar Sigurðsson. 

 

Það er hið vestfirska Kómedíuleikhús sem setur EG á senu og var leikritið sýnt fyrir fullu Einarshúsi síðasta sumar en er nú loksins sýnt í ...


Fréttir | 20.3.2019 07:15:52 |

Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir eftir tveim sumarstarfsmönnum við hin ýmsu störf hjá áhaldahúsinu. 

 

Starfsmenn þurfa að vera 18 ára og eldri. Krafist er stundvísi og jákvæðni.

 

Helstu verkefni: Umhirða opinna svæða, hellulögn, sláttur, tiltekt og ýmis tilfallandi verkefni á vegum áhaldahúss. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í starfið frá 15. maí til 15. ágúst.
 

Upplýsingar um starfið veitir Finnbogi Bjarnason í síma 450-7008 eða í tölvupósti, finnbogi@bolungarvik.is.
 

Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl nk.


Umsóknum skal skilað inn til Finnboga Bjarnasonar á netfangið finnbogi@bolungarvik.is.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 25.2.2019 13:43:47
Fréttir | 19.2.2019 11:34:13
Fréttir | 11.2.2019 08:51:03
Fréttir | 7.2.2019 16:31:38
Fréttir | 6.2.2019 14:13:59
Fréttir | 4.2.2019 13:49:55
Fréttir | 1.2.2019 14:01:42
Fréttir | 1.2.2019 13:52:25
Fréttir | 30.1.2019 09:15:44
Fréttir | 25.1.2019 11:21:07
Fréttir | 22.1.2019 15:58:03
Fréttir | 21.1.2019 14:28:00
Fréttir | 18.1.2019 08:47:31
Fréttir | 17.1.2019 14:41:08
Fréttir | 16.1.2019 13:23:38
Fréttir | 11.1.2019 09:33:41
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.