Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 5.9.2019 09:49:13 |

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni hefur verið hætt við lokun Bolungarvíkurgangna í kvöld en þess í stað verða göngin lokuð fjórar nætur í næstu viku, ástarvikunni.

 

Göngin verða lokuð aðfaranótt þriðjudagsins 10. september frá kl 23:00 til 06:30 og næstu þrjár nætur þar á eftir.

 

Næturlokanir verða milli 23:00 og 06:30 eftirfarandi nætur:

Aðfaranótt þriðjudagsins 10. september
Aðfaranótt miðvikudagsins 11. september
Aðfaranótt fimmtudags 12. september
Aðfaranótt föstudagsins 13. september

 


Fréttir | 5.9.2019 09:01:19 |

Fyrri leitir eru 14. september 2019.

 

Seinni leitir eru samkvæmt ákvörðun bænda. Eigi síðar en tveimur vikum eftir fyrri leitir.

 

Fjáreigendur hafi samband við sinn leitarstjóra eigi síðar en á fimmtudagskvöld fyrir leitardag og þeir ræði síðan við sína smala varðandi smalatíma og staðsetningar. Leitarstjóri skal leitast við að tryggja að allir smalar viti hvers er af þeim ætlast þannig að smalamennskan gangi sem greiðlegast fyrir sig.

 

Slökkt skal vera á öllum rafmagnsgirðingum á leitardag. Umráðamenn túna og girðinga sjái til þess að þau séu smöluð að morgni smaladags.

 

Réttað er í Minni-Hlíð, réttarstjóri Sigurgeir Jóhannsson og í lögrétt á Sandi í Syðridal, réttarstjóri þar er Jóhann Hannibalsson.

 

Fjáreigendur athugið, að sleppa ekki fé ...


Fréttir | 4.9.2019 09:05:50 |

Bolungarvíkurgöngum verður lokað fyrir allri umferð frá kl. 23:00 til kl. 06:30 aðfararnætur fimmtudagsins 5. september og föstudagsins 6. september 2019.

 

Næstu tvær vikur, 2.-14. september, vikur 36 og 37, má gera ráð fyrir umferðartöfum í göngunum vegna viðhalds.


Rafbúnaður í göngunum verður endurnýjaður og sprautusteypa á kafla.

 

Frekari upplýsingar má fá í síma Vegagerðarinnar 522 1000 á milli kl. 08:00 og 16:00. 


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 14.8.2019 11:14:29
Fréttir | 14.8.2019 09:33:24
Fréttir | 18.7.2019 12:03:54
Fréttir | 5.7.2019 14:44:12
Fréttir | 3.7.2019 14:45:05
Fréttir | 2.7.2019 11:54:34
Fréttir | 27.6.2019 15:37:15
Fréttir | 25.6.2019 09:18:07
Fréttir | 25.6.2019 09:11:37
Fréttir | 13.6.2019 11:20:05
Fréttir | 12.6.2019 15:28:31
Fréttir | 4.6.2019 13:14:35
Fréttir | 4.6.2019 11:19:51
Fréttir | 31.5.2019 13:03:01
Fréttir | 30.5.2019 09:47:18
Fréttir | 29.5.2019 16:03:41
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.