Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 30.6.2016 16:13:07 |

Útgáfutónleikar Björns Thoroddsen og Önnu Þuríðar Sigurðardóttur hefjast í Félagsheimili Bolungarvíkur í kvöld kl. 21.

 

Björn og Anna eru í samstarfi við Robben Ford nokkurn sem er einn af stóru strákunum í Ameríku, hefur unnið í tónlist með stórstjörnum eins og George Harrison, Joni Mitchell og Miles Davis.

 

Í maí síðastliðnum voru Björn og Anna Þuríður við upptökur á plötu í Nashville í Ameríku undir stjórn Ford og einn þeirra sem kom við sögu á plötunni er ástralinn Tommy Emmanuel sem er einn allra besti gítarleikari sögunnar. Gestir fá að heyra efni sem verður á plötunni. 
 

Tónleikarnir eru í Félagsheimili Bolungarvíkur og hefjast kl. 21. Forsala miða er í Einarshúsi í Bolungarvík. 


Fréttir | 30.6.2016 16:05:20 |

Sævar Þ. Ríkharðsson, útibússtjóri Landsbankans, kom og kvaddi Elías Jónatansson, fráfarandi bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar, fyrir hönd bankans í þjónustumiðstöðinni í Bolungarvík í dag.

 

Sævar færði Elíasi blómvönd og þakkaði honum fyrir samstarfið við þjónustumiðstöðina. 


Fréttir | 30.6.2016 11:51:59 |

Nýr bæjarstjóri í Bolungarvík, Jón Páll Hreinsson, tók við lyklunum úr hendi fráfarandi bæjarstjóra, Elíasar Jónatanssonar, að viðstöddum fulltrúum úr bæjarstjórn Bolungarvíkur.

 

Forseti bæjarstjórnar, Helga Svandís Helgadóttir, færði Elíasi blóm og gjafir frá bæjarstjórninni og þakkaði samstarfið fyrir hönd fulltrúanna. Jafnframt bauð hún Jón Pál Hreinsson velkominn til starfa fyrir Bolungarvíkurkaupstað og færði honum einnig blómvönd. 


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Fréttir | 30.6.2016 09:17:22
Fréttir | 29.6.2016 17:30:07
Fréttir | 29.6.2016 13:37:27
Fréttir | 27.6.2016 11:22:17
Fréttir | 24.6.2016 12:02:44
Fréttir | 23.6.2016 13:56:22
Fréttir | 23.6.2016 13:28:11
Fréttir | 22.6.2016 15:05:25
Tilkynningar | 21.6.2016 14:28:44
Fréttir | 20.6.2016 14:30:09
Fréttir | 17.6.2016 08:28:27
Fréttir | 16.6.2016 17:14:14
Fréttir | 16.6.2016 12:54:24
Fréttir | 16.6.2016 09:09:35
Fréttir | 15.6.2016 13:59:40
Fréttir | 13.6.2016 17:01:27
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Björt Bolungarvík!
18.5.2016 23:04:46

Loksins.

 

Frá því ég fór út á vinnumarkaðinn fyrir þónokkrum árum síðan hefur gengið á ýmsu í atvinnulífi okkar hér í Bolungarvík. ...

Smelltu til að skoða Endurskoðandi á villigötum
26.1.2016 22:38:05

Jón Þorgeir Einarsson, endurskoðandi í Bolungavík er með  nokkar ásakanir í minn garð í grein á bb.is í gær. Þeim er nauðsynlegt að svara. Fyrst er til að taka að endurskoðandinn ...

Myndbandið
Nýleg virkni