Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 19.10.2017 10:23:22 |

Kjörfundur í Bolungarvík vegna kosninga til Alþingis Íslendinga laugardaginn 28. október 2017 fer fram í Félagsheimili Bolungarvíkur við Aðalstræti 24.

 

Kjörfundur hefst kl. 10:00 árdegis og stendur til kl. 21:00 síðdegis.

 

Kjósendur geta kosið utan kjörfundar á skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar í Ráðhúsi Bolungarvíkur við Aðalstræti 10-12 á opnunartíma þjónustumiðstöðvar á virkum dögum frá kl. 10:00 til kl. 15:00.

 

Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá á vefnum www.kosning.is og kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar að Aðalstræti 10-12 á afgreiðslutíma þjónustumiðstöðvar frá kl. 10:00 til kl. 15:00. Viðmiðunardagur kjörskrár var 23. september 2017. Flutningur lögheimilis eftir viðmiðunardag kemur ekki fram í ...


Fréttir | 13.10.2017 14:35:10 |

Auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis 28. október 2017.

 

Í Bolungarvík fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram í Ráðhúsi Bolungarvíkur á skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar, Aðalstræti 10-12, á venjulegum afgreiðslutíma frá kl. 10:00 til 15:00. Kjósendur skulu sýna persónuskilríki áður en þeir greiða atkvæði utan kjörfundar.

 

Atkvæðagreiðsla á stofnun

Fulltrúar Sýslumanns Vestfjarða munu annast framkvæmd atkvæðagreiðslu á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eftir ákvörðun sýslumanns.

 

Atkvæðagreiðsla í heimahúsi

Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost ...


Fréttir | 11.9.2017 11:08:37 |

Ástarvikan var formlega sett í gær á sunnudegi.

 

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri, setti vikuna en að þessu sinni heldur bærinn utan um dagskrána.

 

Um leið var opnuð brúðkaupsmyndasýning í EG-húsinu í Aðalstræti 21 sem Guðlaug Rós Hólmsteinsdóttir hefur haft veg og vanda af að setja upp. Á sýningunni má sjá brúðkaupsmyndir Bolvíkinga og skilja eftir hugleiðingu um ástina fyrir aðra gesti sýningarinnar.

 

Síðar um kvöldið var kvöldmessa kærleikans í Hólskirkju þar sem sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir sagði frá ástarsögum í Biblínunni og Karolína Sif og Emil Uni fluttu falleg ástarlög ásamt reynsluboltunum þeim Benna Sig og Helga Hjálmtýssyni. Björg Guðmundsdóttir var með hláturjóga og í messulok fengu allir sem vildu sérstaka ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Íbúð óskast til leigu.

Hjón óska eftir íbúð eða húsi til leigu í Bolungavík. Uppl.í síma 8614249 eða á asgeirfj@gmail.com

Eldra efni
Fréttir | 11.9.2017 11:05:20
Fréttir | 5.9.2017 09:33:56
Fréttir | 5.9.2017 08:46:24
Fréttir | 31.8.2017 08:50:55
Fréttir | 24.8.2017 15:32:29
Fréttir | 23.8.2017 13:16:23
Fréttir | 23.8.2017 11:15:08
Fréttir | 18.8.2017 10:41:43
Fréttir | 16.8.2017 09:39:55
Fréttir | 14.8.2017 11:10:08
Fréttir | 18.7.2017 10:13:21
Fréttir | 18.7.2017 10:00:26
Nýfæddir Víkarar | 3.7.2017 21:53:49
Fréttir | 30.6.2017 12:32:01
Fréttir | 28.6.2017 15:26:51
Menning og mannlíf | 28.6.2017 14:20:28
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.