Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 21.8.2018 13:20:41 |

Janusz Frach er nýráðinn gítarkennari við Tónlistarskóla Bolungarvíkur. 

 

Janusz Frach fæddist í Kraká í Póllandi. Hann hóf tónlistarnám aðeins 5 ára gamall, fyrst í tónlistarleikskóla og síðan í grunn- og framhaldstónlistarskóla. 

 

Árið 1990 lauk hann námi með hæstu einkunn í Tónlistarakademíunni í Kraká. 

 

Meðfram háskólanámi lék hann með mörgum þekktum hljómsveitum s.s. Capella Cracoviensis, Óperunni í Kraká og Sinfóníuhljómsveit Kraká. 

 

Á þessu tímabili hefur hann oft spilað utan Póllands meðal annars með eigin kvartett eða Hljómsveit Óperettunnar í Vínaborg en með henni fór hann í 3 mánaða tónleikaferð um Vestur Evrópu.

 

Árið 1992 stóðst hann ...


Fréttir | 17.8.2018 12:01:56 |

Kaffisamsæti var haldið í vikunni í Leikskólanum Glaðheimum í Bolungarvík til heiðurs tveimur starfsmönnum skólans sem samanlagt hafa starfað við skólann í 59 ár.

 

Halldóra Þórarinsdóttir hefur starfað við leikskólann í 28 ár og Soffía Guðmundsdóttir í 31 ár. 

 

Þær stöllur Dóra og Soffía hafa gengið í flest öll störf innan skólans á þeim tíma og eru ýmsu vanar. 

 

Fyrir hönd starfsmanna leikskólans óskuðu skólastjórnendur þeim Dóru og Soffíu alls hins besta og þökkuðu þeim fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum árin um leið og þeim voru færðar kveðjugjafir.


Fréttir | 17.8.2018 11:12:54 |

Tónlistarskóli Bolungarvíkur verður settur fimmtudaginn 23. ágúst kl. 17:30 í sal tónlistarskólans í Sprota. 

 

Allir eru hjartanlega velkomnir á setningu skólans.

 

Haustinnritun í Tónlistarskóla Bolungarvíkur er hafin. 

 

Innritun í tónlistarnám fer nú fram með rafrænum hætti á heimasíðu skólans

 

Athugð að allir þurfa að sækja um, bæði nýir og eldri nemendur og einnig þeir sem eru á biðlista.

 

Sækið um sem fyrst - takmörkuð pláss!


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 30.7.2018 13:57:57
Fréttir | 24.7.2018 09:00:02
Fréttir | 20.7.2018 15:34:41
Tilkynningar | 20.7.2018 15:06:11
Fréttir | 18.7.2018 11:21:24
Fréttir | 4.7.2018 15:58:24
Fréttir | 4.7.2018 15:17:42
Fréttir | 2.7.2018 12:17:15
Fréttir | 11.6.2018 13:52:27
Fréttir | 6.6.2018 14:37:20
Fréttir | 4.6.2018 16:17:22
Fréttir | 4.6.2018 16:07:13
Fréttir | 31.5.2018 08:35:16
Fréttir | 29.5.2018 10:22:49
Fréttir | 29.5.2018 10:09:59
Fréttir | 29.5.2018 10:06:54
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.