Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 22.3.2017 22:46:14 |

Bjartmar Guðlaugsson er flestum að góðu kunnur fyrir tónlist sína en hann hefur samið ógrynni af þekktum slögurum sem hafa lifað með þjóðinni í áratugi. Bjartmar mun halda tónleika í Félagsheimli Bolungarvíkur laugardaginn 1. apríl nk. þar sem hann mun flytja öll sín bestu lög og verður að sjálfsögðu með lag þjóðarinnar, Þannig týnist tíminn, með í farteskinu. Að loknum tónleikum, eða í kringum miðnættið mun Danstríó Vestfjarða stíga á sviðið og spila góða tónlist fram á nótt. 

Húsið opnar kl 21:00 og er miðaverð kr 2.500.


Fréttir | 20.3.2017 20:42:14 |

Íbúar í Bolungarvík voru 908 við upphaf þessa árs samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands og hafði íbúum bæjarfélagsins fjölgað um 4 frá ársbyrjun 2016.  Í tölum Hagstofunnar kemur einnig fram að mun fleiri karlar en konur búa í Bolungarvík en karlarnir eru 477 en konurnar eru aðeins 431 talsins. Þá má ætla út frá upplýsingum um aldurskiptingu að meðalaldur íbúa bæjarins sé um 38 ár.

 

Ef aldursskipting íbúanna er skoðuð nánar má sjá eftirfarandi stærðir:

Undir 6 ára aldri eru 75 íbúar
Á aldrinum 5-15 ára eru 132 íbúar
Á aldrinum 16-25 ára eru 107 íbúar
Á aldrinum 26-35 ára eru 125 íbúar
Á aldrinum 36-45 ára er 121 íbúi
Á aldrinum 46-55 ára er 101 íbúi
Á aldrinum 56-65 ára er 141 íbúi ...


Menning og mannlíf | 20.3.2017 12:03:54 |

Mariann Rähni úr Tónlistarskóla Bolungarvíkur varð í fyrsta sæti á svæðistónleikum Nótunnar sem haldnir voru á Akranesi um helgina. Mariann er 11 ára gömul píanónemandi og var hennar atriðið sem það eina sem kom frá Tónlistarskóla Bolungarvíkur að þessu sinni. Mariann flutti vals í e-moll eftir Frederic Chopin og fékk fyrir flutning sinn fyrstu verðlaun og mun hún því spila á lokatónleikum Nótunnar sem verða í Hörpunni  2. april nk. Píanókennari hennar í Tónlistarskóla Bolungarvíkur er Tuuli Rähni.

 

Nótan sem er uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins var haldin í sjötta sinn nú í vetur. Á svæðistónleikum Nótunnar á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norð-Vesturlandi siðastliðinn laugardag voru 24 atriði þar sem nemendur frá 8 tónlistarskólum komu fram. Alls voru 3 atriði valin að koma fram á ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 19.3.2017 15:11:28
Fréttir | 18.3.2017 09:59:13
Menning og mannlíf | 17.3.2017 17:14:58
Menning og mannlíf | 16.3.2017 10:57:24
Menning og mannlíf | 16.3.2017 09:03:50
Íþróttir | 15.3.2017 13:10:26
Fréttir | 15.3.2017 12:00:43
Menning og mannlíf | 15.3.2017 10:08:45
Íþróttir | 14.3.2017 20:12:01
Fréttir | 14.3.2017 11:01:57
Fréttir | 12.3.2017 20:47:29
Nýfæddir Víkarar | 11.3.2017 19:41:47
Fréttir | 6.3.2017 13:33:30
Fréttir | 3.3.2017 21:51:32
Fréttir | 3.3.2017 10:30:10
Menning og mannlíf | 28.2.2017 11:09:24
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.