Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 23.8.2017 13:16:23 |

Tillaga að deiliskipulagi fyrir urðunarstað að Hóli í Bolungarvík liggur frammi á bæjarskrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar og á vefsíðu bæjarins www.bolungarvik.is.   

 

Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulag Bolungarvíkur 2008-2020 og tekur til urðunarstaðar fyrir óvirkan úrgang auk núverandi vatnshreinsitöðvar. Deiliskipulagið tekur mið af staðháttum, svo sem nálægð við byggð, minjar, lífríki og landslagi. 

 

Markmið deiliskipulagsins er að framlengja nýtingu urðunarstaðarins á Hóli til takmarkaðs tíma eða þar til viðunandi lausn finnst fyrir meðhöndlun óvirks úrgangs af svæðinu. Einnig er markmiðið að auka svigrúm fyrir núverandi vatnshreinsistöð.

 

Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 4. október 2017.

 


Fréttir | 23.8.2017 11:15:08 |

Tónlistarskóli Bolungarvíkur verður settur í dag, miðvikudaginn 23. ágúst, kl. 18:00 í Sprota.

 

Á skólasetningunni verður starfsfólk skólans kynnt og rætt verður um starfsemina í vetur. Þar gefst foreldrum og nemendum einnig tækifæri til að tala við kennara um námið og stundaskrána.

 

Innritun lýkur í dag og þau sem hyggjast stunda nám í skólanum í vetur eru hvött til að ljúka innritun í nám í dag. 

 

Innritun er rafræn og fer fram á nýrri vefsíðu skólans. 


Fréttir | 18.8.2017 10:41:43 |

Bolungarvíkurkaupstaður bætir þjónustu við barnafólk með því að bjóða upp á sérstakar heimagreiðslur til forráðamanna barna þar til barn fær daggæsluúrræði eða boð um leikskólavist. 

 

Einstæðir foreldrar eiga rétt á heimagreiðslu þegar barn nær sex mánaða aldri en foreldrar í hjúskap eða sambúð þegar barn nær níu mánaða aldri.

 

Greiðslan er miðuð við niðurgreiðslur til dagforeldra og eru á þessi ári 53.560 kr. til foreldra í sambúð og 64.280 kr. til einstæðra foreldra.

 

Bæjarráð samþykkti heimagreiðslur á síðasta fundi sínum og ítrekar jafnframt að áfram verði unnið að því að uppfylla þarfir foreldra um dagvistun barna.

 


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Íbúð óskast til leigu.

Hjón óska eftir íbúð eða húsi til leigu í Bolungavík. Uppl.í síma 8614249 eða á asgeirfj@gmail.com

Eldra efni
Fréttir | 16.8.2017 09:39:55
Fréttir | 14.8.2017 11:10:08
Fréttir | 18.7.2017 10:13:21
Fréttir | 18.7.2017 10:00:26
Nýfæddir Víkarar | 3.7.2017 21:53:49
Fréttir | 30.6.2017 12:32:01
Fréttir | 28.6.2017 15:26:51
Menning og mannlíf | 28.6.2017 14:20:28
Fréttir | 22.6.2017 15:57:44
Fréttir | 21.6.2017 17:56:27
Fréttir | 21.6.2017 11:43:22
Fréttir | 14.6.2017 11:10:52
Fréttir | 14.6.2017 11:07:31
Fréttir | 14.6.2017 10:45:48
Fréttir | 9.6.2017 18:04:57
Fréttir | 9.6.2017 09:20:22
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.