Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 11.6.2018 13:52:27 |

Laugardaginn 7. júlí 2018 er hægt að leigja sölubása á markaðshelginni í Bolungarvík.

 

Hvert bás er um 1 meter og er leigður á 2.000 kr. Hægt er að leigja einn bás eða fleiri.

 

Básarnir verða tilbúnir kl. 10 á laugardaginn en miðað er við að sala hefjist kl. 13:00 og verði lokið kl. 17:00.

 

Nánari upplýsingar er að fá gegnum netfangið helgi@bolungarvik.is.

 

Umsóknarform fyrir sölubása (Google Drive)


Fréttir | 6.6.2018 14:37:20 |

Um sjómannadagshelgina færði Heilsubærinn Bolungarvík Hjúkrunarheimilinu Bergi farþegahjól sem tekur tvo farþega í sæti. 

 

Hjólið geta bæði starfsfólk Bergs og aðstandendur nýtt til að hjóla með vistmenn um bæinn.

 

Síðasta haust kallaði Heilsubærinn eftir hugmyndum að verkefnum og Guðrún Dagbjört Guðmundsdóttir lagði það til að Heilsubærinn safnaði fyrir hjóli sem á ensku kallast Triobike taxi og er sérstaklega hannað fyrir einn hjólreiðamann og farþega. 

 

Söfnun Heilsubæjarins gekk vonum framar og var hjólið fengið með aðstoð verkefnisins Hjólafærni sem veitir hjólreiðafólki ýmsa þjónustu. 

 

Upphaflega stóð til að Sigrún Gerða Gísladóttir færi sem farþegi í fyrstu ferðina þar sem hún var frumkvöðull að Heilsubænum ...


Fréttir | 4.6.2018 16:17:22 |

Í hátíðarguðsþjónustunni í Hólskirkju á sjómannadag 2018 voru sjómenn heiðraðir.

 

Elías Ketilsson heiðraði Bjarna Benediktsson, Guðmund Einarsson og Sigurð Bjarna Hjartarson fyrir hönd sjómannadagsins í Bolungarvík. 

 

Að lokinni þjónustunni var haldið í Grundarhólskirkjugarð þar sem blómsveigar voru lagðir að minnismerkjum sjómanna og áhafnarmeðlimir af varðskipinu Tý stóðu heiðursvörð.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 4.6.2018 16:07:13
Fréttir | 31.5.2018 08:35:16
Fréttir | 29.5.2018 10:22:49
Fréttir | 29.5.2018 10:09:59
Fréttir | 29.5.2018 10:06:54
Fréttir | 28.5.2018 11:31:19
Fréttir | 22.5.2018 14:01:38
Fréttir | 15.5.2018 10:37:03
Fréttir | 14.5.2018 14:04:31
Fréttir | 14.5.2018 13:59:38
Fréttir | 9.5.2018 16:24:52
Menning og mannlíf | 8.5.2018 08:22:25
Fréttir | 7.5.2018 10:16:21
Fréttir | 6.5.2018 15:22:43
Fréttir | 2.5.2018 16:15:34
Fréttir | 2.5.2018 15:50:15
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.