Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 27.5.2016 15:17:58 |

Að loknu hreinsunarátakinu á laugardaginn býður bærinn íbúum í pylsugrill í skógræktinni.

 

Að loknu grilli verður nýi frisbígolfvöllurinn vígður. Frisbídiskar verða á staðnum í boði hreyfiviku Heilsubæjarins og einnig skorkort (JPG), sjá einnig folf-leikreglur (PDF).

 

Nánari upplýsingar um hreyfiviku Heilsubæjarins má fá á Facebook-vef Heilsubæjarins (www.facebook.com/heilsubaerinn).


Fréttir | 26.5.2016 08:49:29 |

Íbúar í Bolungarvík eru boðaðir til sérstaks hreinsunarátaks á laugardaginn, 28. maí kl. 10-12.

 

Íbúar ofan Völusteinsstrætis hittast á mótum Holtabrúnar og Þjóðólfsvegar og skipta sér á svæði 1 og 2. Íbúar neðan Völusteinsstrætis hittast á planinu við sundlaugina og skipta sér á svæði 3 og 4.

 

Svæði 1 er ofan Völusteinsstrætis og innan Þjóðólfsvegar, þar með talin skógræktin og nær að Hólsá
Svæði 2 er ofan Völusteinsstrætis og utan Þjóðólfsvegar
Svæði 3 er neðan Völusteinsstrætis og utan Skólastígs
Svæði 4 er neðan Völusteinsstrætis og innan Skólastígs

 

Tómir ruslapokar verða afhentir við upphaf átaksins við sundlaug og skógrækt. Síðan verður tekið við þeim (fullum) á planinu við ...


Fréttir | 25.5.2016 15:37:55 |

Bæjarráð Bolungarvíkur hefur samþykkt kaup á fasteigninni Aðalstræti 10-12 af Landsbankanum. Fasteignin er 609 fermetrar að stærð og hýsti áður afgreiðslu Sparisjóðs Bolungarvíkur. Á móti selur Bolungarvíkurkaupstaður 244 fermetra stóran eignarhluta á 2. hæð Aðalstrætis 21 þar sem Náttúrustofa Vestfjarða og Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða er til húsa. Báðar eigninar eru staðsettar í Bolungarvík og þar sem um makaskipti er að ræða er kaupverð beggja eignanna það sama eða 9 milljónir króna.

 

Í húsnæðinu að Aðalstræti 10-12 verður starfrækt þjónustumiðstöð þar sem bæjarskrifstofurnar verða til húsa en einnig verður í þjónustumiðstöðinni afgreiðsla Landsbankans og Íslandspósts auk starfsemi á vegum Sýslumannsins á Vestfjörðum.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Fréttir | 25.5.2016 08:29:04
Fréttir | 24.5.2016 21:02:03
Fréttir | 24.5.2016 12:01:07
Fréttir | 23.5.2016 20:16:58
Fréttir | 20.5.2016 22:50:10
Fréttir | 20.5.2016 12:04:09
Fréttir | 14.5.2016 20:15:24
Íþróttir | 14.5.2016 11:44:11
Fréttir | 13.5.2016 23:18:32
Fréttir | 13.5.2016 11:32:32
Tilkynningar | 13.5.2016 00:20:15
Menning og mannlíf | 12.5.2016 20:22:20
Fréttir | 12.5.2016 11:30:37
Fréttir | 11.5.2016 22:47:17
Íþróttir | 10.5.2016 22:42:41
Fréttir | 10.5.2016 09:45:35
Næstu viðburðir
Í dag sunnudagur, 29. maí 2016
Hreyfivika: Fjöruferð og sandkastalagerð

Fjöruferð og sandkastalagerð fjölskyldunnar. Allir hittast inn á Sandi kl. 12:00

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Björt Bolungarvík!
18.5.2016 23:04:46

Loksins.

 

Frá því ég fór út á vinnumarkaðinn fyrir þónokkrum árum síðan hefur gengið á ýmsu í atvinnulífi okkar hér í Bolungarvík. ...

Smelltu til að skoða Endurskoðandi á villigötum
26.1.2016 22:38:05

Jón Þorgeir Einarsson, endurskoðandi í Bolungavík er með  nokkar ásakanir í minn garð í grein á bb.is í gær. Þeim er nauðsynlegt að svara. Fyrst er til að taka að endurskoðandinn ...

Myndbandið
Nýleg virkni