Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 29.6.2016 13:37:27 |

Á bæjarstjórnarfundi í gær var samþykkt tillaga byggingarnefndar þess efnis að hjúkrunarheimilið í Bolungarvík fengi nafnið Berg.

 

Þegar ný aðstaða hjúkrunarheimilisins við Aðalstræti 20-22 í Bolungarvík var formlega afhent Heilbrigðisstofnun Vestfjarða til notkunar í desember síðastliðnum var óskað eftir tillögum að nafni á hjúkrunarheimilið. Alls bárust 45 tillögur að nafni og valdi nefndin nafnið Berg úr tillögunum.

 

Það nafn þótti ríma ágætlega við þau nöfn þeirra hjúkrunarheimila sem stofnunin rekur einnig en það eru Eyri á Ísafirði og Tjörn á Þingeyri.


Fréttir | 27.6.2016 11:22:17 |

Leikur Íslands og Englands í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi verður sýndur á risaskjá í félagsheimilinu í kvöld. 

 

Leikurinn fer fram á hinum glæsilega Stade de Nice (Allianz Arena) í Nice. Það er slóveninn Damir Skomina sem dæmir leikinn.

 

Húsið opnar kl. 18:00 og leikurinn hefst kl. 19:00. 

 

Kaldir drykkir verða seldir á barnum. 

 

Hægt verður að panta Takeaway-kjúklinga og grillaðar samlokur og franskar frá Einarshúsi sem verður komið með upp í félagsheimilið. 


Fréttir | 24.6.2016 12:02:44 |

Á kjördag, laugardaginn 25. júní 2016, geta þeir kjósendur sem vilja greiða atkvæði utan kjörfundar haft samband við skrifstofur embættisins á Ísafirði og Patreksfirði milli kl. 12:00 og 14:00 sem hér segir:

 

Á Ísafirði Jónas Guðmundsson í síma 898 6794.   
Á Patreksfirði Bergrún Halldórsdóttir í s. 898 9296. 

 

Utankjörfundaratkvæðum sem tilheyra öðrum kjördæmum verður kjósandi sjálfur að koma til skila. Utankjörfundaratkvæðum sem tilheyra Norðvesturkjördæmi má leggja inn hjá kjördeildum í Norðvesturkjördæmi. 

 

Kjörfundur í Bolungarvík vegna kjörs forseta Íslands laugardaginn 25. júní 2016 verður haldinn í fundarsal Ráðhúss Bolungarvíkur við Aðalstræti 10-12 og stendur hann frá kl. 10:00 til kl. 22:00.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Fréttir | 23.6.2016 13:56:22
Fréttir | 23.6.2016 13:28:11
Fréttir | 22.6.2016 15:05:25
Tilkynningar | 21.6.2016 14:28:44
Fréttir | 20.6.2016 14:30:09
Fréttir | 17.6.2016 08:28:27
Fréttir | 16.6.2016 17:14:14
Fréttir | 16.6.2016 12:54:24
Fréttir | 16.6.2016 09:09:35
Fréttir | 15.6.2016 13:59:40
Fréttir | 13.6.2016 17:01:27
Fréttir | 13.6.2016 16:42:24
Fréttir | 9.6.2016 13:31:09
Fréttir | 9.6.2016 13:23:12
Fréttir | 8.6.2016 13:33:59
Fréttir | 7.6.2016 18:18:01
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Björt Bolungarvík!
18.5.2016 23:04:46

Loksins.

 

Frá því ég fór út á vinnumarkaðinn fyrir þónokkrum árum síðan hefur gengið á ýmsu í atvinnulífi okkar hér í Bolungarvík. ...

Smelltu til að skoða Endurskoðandi á villigötum
26.1.2016 22:38:05

Jón Þorgeir Einarsson, endurskoðandi í Bolungavík er með  nokkar ásakanir í minn garð í grein á bb.is í gær. Þeim er nauðsynlegt að svara. Fyrst er til að taka að endurskoðandinn ...

Myndbandið
Nýleg virkni