Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 22.5.2018 14:01:38 |

Kómedíuleikhúsið frumsýnir einstakan einleik um athafnamanninn og föður Bolungarvíkur Einar Guðfinnsson í Einarshúsi miðvikudaginn 23. maí kl. 20:00. 

 

Ungur að árum hóf Einar útgerð á sexæringi. Hugurinn hans stefndi hátt og áður en yfir lauk hafði hann byggt upp mörg fyrirtæki í útgerð og margþættum rekstri.

 

Hér er á ferðinni kraftmikil leiksýning þar sem róið er á ýmis mið og gjarnan teflt á tæpasta vað. 

 

Höfundar leiksins eru þeir Elfar Logi Hannesson og Rúnar Guðbrandsson. Sá fyrrnefndi er í hlutverki Einars en Rúnar leikstýrir. Höfundar tónlistar er Björn Thoroddsen en lýsingu hannaði Magnús Arnar Sigurðsson. Það er hið vestfirska Kómedíuleikhús sem setur einleikin á senu. 

 

Önnur sýning 24. maí kl. 20:00.
Þriðja ...


Fréttir | 15.5.2018 10:37:03 |

Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir eftir umsækjendum um nám við Lýðháskólann á Flateyri.

 

Kaupstaðurinn mun styrkja einn nemanda til náms við skólann með því að niðurgreiða skólagjöld, 200 þúsund fyrir hvora önn, fyrir skólaárið 2018-2019. 

 

Um plássið geta allir þeir einstaklingar sótt sem náð hafa 18 ára aldri í september á þessu ári og uppfylla eitthvert af eftirfarandi skilyrðum:

 

  • Einstaklingur búsettur í Bolungarvík
  • Einstaklingur sem telst brottfluttur Bolvíkingur
  • Einstaklingur er barn eða barnabarn íbúa Bolvíkinga eða brottfluttra Bolvíkinga.

 

Sótt er um skólaplássið á vef skólans.

 

Þegar sótt er um er nauðsynlegt að í umsókn sé tekið fram að sótt sé um styrk ...


Fréttir | 14.5.2018 14:04:31 |

Kjörfundur í Bolungarvík vegna almennra sveitarstjórnarkosninga laugardaginn 26. maí 2018 fer fram í Félagsheimili Bolungarvíkur við Aðalstræti 24.

 

Kjörfundur hefst kl. 10:00 árdegis og stendur til kl. 21:00 síðdegis. 

 

Kjósendur geta kosið utan kjörfundar á skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar í Ráðhúsi Bolungarvíkur við Aðalstræti 10-12 á opnunartíma þjónustumiðstöðvar á virkum dögum frá kl. 10:00 til kl. 15:00 og hjá sýslumönnum.

 

Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá á vefnum www.kosning.is og kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar að Aðalstræti 10-12 á afgreiðslutíma þjónustumiðstöðvar frá kl. 10:00 til kl. 15:00.

 

Viðmiðunardagur kjörskrár var 5. maí 2018. Flutningur lögheimilis eftir viðmiðunardag ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 14.5.2018 13:59:38
Fréttir | 9.5.2018 16:24:52
Menning og mannlíf | 8.5.2018 08:22:25
Fréttir | 7.5.2018 10:16:21
Fréttir | 6.5.2018 15:22:43
Fréttir | 2.5.2018 16:15:34
Fréttir | 2.5.2018 15:50:15
Tilkynningar | 13.4.2018 23:48:13
Fréttir | 10.4.2018 11:56:28
Fréttir | 4.4.2018 09:32:18
Nýfæddir Víkarar | 3.4.2018 15:39:50
Tilkynningar | 3.4.2018 15:24:30
Fréttir | 29.3.2018 13:49:04 | bb.is
Fréttir | 29.3.2018 10:07:00
Nýfæddir Víkarar | 20.3.2018 12:07:36
Tilkynningar | 19.3.2018 13:55:15
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.