Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 25.5.2020 10:23:11 |

Mariann Rähni flutti lagið Hjá þér með Sálinni Hans Jóns míns í netsöngkeppni Samfés.

 

Samfestingurinn 2020 var felldur niður vegna faraldursins en Söngkeppi Samfés hefur verið hluti af honum þar sem mörg þúsund unglingar hafa komið saman í Laugardalshöllinni eina helgi, keppt í ýmsum greinum og skemmt sér saman.

 

Ákveðið var að halda netsöngkeppni í staðinn fyrir Söngkeppni Samfés en Mariann Rähni sigraði forkeppnina hér á norðanverðum Vestfjörðum í febrúar. 

 

Unglingar af öllu landinu höfðu þegar tekið þátt í forkeppnum, landshlutakeppnum og var búið að velja 30 atriði sem keppa áttu í úrslitum Söngkeppni Samfés 2020. Það má því með sanni segja að efnilegustu söngvarar og söngkonur landsins komi fram á þessum frábæra viðburði sem fyrst var haldinn 1992 ...


Fréttir | 20.5.2020 13:59:08 |

Helga Guðmundsdóttir í Bolungarvík varð 103 ára þann 17. maí 2020. Hún er elsti íbúi Vestfjarða og enginn Bolvíkingur hefur náð jafn háum aldri og Helga.

 

Helga var eins og hálfs árs þegar fullveldislögin öðluðust gildi og hún hefur tekið þátt í öllum forsetakosningum sem farið hafa fram á Íslandi.

 

Helga hefur upplifað spænsku veikina, náð sér af berklum, upplifað tvær heimsstyrjaldir og náð sér af Covid-19.

 

Í tilefni dagsins fékk Helga blómvönd frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.


Fréttir | 14.5.2020 14:58:27 |

Vinna við gerð strandsvæðiaskipulags á Vestfjörðum stendur yfir. 

 

Hvernig nýtir þú strandsvæði Vestfjarða? Hverjar eru þínar hugmyndir fyrir framtíð svæðisins?

 

Ábyrgð á gerð skipulagsins er í höndum svæðisráðs en Skipulagsstofnun vinnur að gerð skipulagsins í umboði þess.

 

Sett hefur verið upp samráðsvefsjá til þess að kanna og afla upplýsinga um hvernig einstaklingar og fyrirtæki nota svæðin til útivistar og annarrar hagnýtingar, svo sem nýtingu hlunninda, eða til siglinga og kajakróðurs. 

 

Um leið er leitað eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila varðandi framtíðarnýtingu og -vernd svæða. 

 

Upplýsingarnar sem þátttakendur leggja til verða hafðar til hliðsjónar við mótun strandsvæðisskipulags á ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Íbúð óskast.

Óska eftir stúdíó eða 2 herb íbúð frá 1 maí til 1 sept. Gott væri ef einhver húsgögn fylgdu með. Uppl í síma 8658093 eða lbrynjarsson@gmail.com

Eldra efni
Fréttir | 12.5.2020 10:28:26
Fréttir | 5.5.2020 11:00:13
Fréttir | 29.4.2020 10:09:12
Fréttir | 28.4.2020 09:13:48
Fréttir | 17.4.2020 16:11:12
Fréttir | 16.4.2020 14:30:42
Fréttir | 6.4.2020 18:10:21
Fréttir | 1.4.2020 18:40:18
Fréttir | 1.4.2020 10:32:24
Fréttir | 1.4.2020
Fréttir | 25.3.2020 14:40:37
Fréttir | 12.3.2020 11:57:19
Fréttir | 11.3.2020 15:01:46
Fréttir | 9.3.2020 14:30:00
Fréttir | 2.3.2020 13:39:42
Fréttir | 13.2.2020 10:23:56
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.