Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 11.12.2018 11:07:27 |

Bolvíska blótið eftir Auði Hönnu Ragnarsdóttur í Bolungarvík er nú kominn í dreifingu hjá Vestfirska forlaginu.

 

Sagan segir að á bóndaginn, fyrsta degi þorra, eigi húsfreyja að gera sérstaklega vel við bónda sinn. Fyrir liðlega 70 árum tóku bolvískar eiginkonur upp þennan sið með því að halda þorrablót fyrir karla sína.

 

Bók þessi er skemmtileg heimild í myndum og máli um þær konur sem verið hafa í nefndum á vegum blótanna og hvað þær höfðu til skemmtunar fyrir eiginmenn sína og aðra gesti.

 

Bókin er til sölu í Bjarnabúð og öllum betri bókaverslunum landsins. 


Fréttir | 11.12.2018 09:01:58 |

Aðventukvöld Kirkjukórs Bolungarvíkur var haldið í 53. sinn á annan sunnudag í aðventu líkt og verið hefur undan farin ár. 

 

Skólakór Grunnskóla Bolungarvíkur flutti jólalög undir stjórn Sigrúnar Pálmadóttur við undirleik Guðrúnar B. Magnússdóttur organista. Karolína Sif Benediktsdóttir söng einsöng með kórnum.


Kirkjukórinn flutti einnig jólalög undir stjórn Guðrúnar og kórarnir sungu saman. Sigrún Pálmadóttir söng einsöng með kirkjukórnum.
 

Fermingarbörn 2019 báru ljós í bæinn og Ester Jónatansdóttir flutti hugvekju.

 

Aðventukvöldið var vel sótt og mörgum Bolvíkingum finnst kvöldið ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna
 

Að loknu ...


Fréttir | 11.12.2018 08:57:00 |

Ester Jónatansdóttir flutti hugvekju á aðventukvöldi Kirkjukórs Bolungarvíkur í Hólskirkju á annann sunnudag í aðventu 9. desember 2018. 

 

Kæru kirkjugestir, gleðilega hátíð!

 

Hugurinn reikar fimmtíu ár aftur í tímann. Ég er þrettán ára. Ég sit hægra megin í kirkjunni í bleikum ermalausum kjól, tískusniði þess tíma. Minningin er afar sterk. Mér fannst þetta einstök stund, björt og hlý í dimmasta skammdeginu. Kirkjan okkar var 60 ára gömul og árleg aðventukvöld voru að byrja að festa sig í sessi. Þetta var hátíðarstund. Pabbi minn flutti hugvekjuna að þessu sinni. Árið 1968 hafði verið mikið sorgarár í Bolungarvík, slysin miklu í Ísafjarðardjúpi þegar Heiðrún önnur fórst höfðu djúpstæð áhrif á allt samfélagið í kringum okkur. Í ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 10.12.2018 15:25:12
Fréttir | 10.12.2018 15:23:35
Fréttir | 7.12.2018 15:44:51
Fréttir | 29.11.2018 11:44:59
Fréttir | 23.11.2018 19:32:40
Fréttir | 20.11.2018 09:21:14
Tilkynningar | 13.11.2018 11:20:24
Fréttir | 31.10.2018 14:20:15
Fréttir | 25.10.2018 11:50:42
Fréttir | 22.10.2018 09:14:28
Fréttir | 15.10.2018 10:37:14
Fréttir | 1.10.2018 11:18:14
Fréttir | 26.9.2018 08:51:20
Fréttir | 25.9.2018 16:54:27
Fréttir | 25.9.2018 16:39:13
Fréttir | 25.9.2018 09:34:12
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.