Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 13.11.2019 15:59:19 |

Bolungarvíkurkaupstaður sendur fyrir umsóknanámskeiði fyrir Uppbygginarsjóð Vestfjaðra fimmtudaginn 14. nóvember kl. 18:00-20:00 í Ráðhúsi Bolungarvíkur.

 

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri, en hann hefur í fyrri störfum komið að gerð umsókna og þekkir því vel til á þessu sviði.

 

Jón Páll segir að á námskeiðinu verði hugað að leiðum til að efla atvinnulíf og nýsköpun á Vestfjörðum.

 

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða er hluti af Sóknaráætlun Vestfjarða.

 

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 21. nóvember 2019.

 

Á þessu ári var úthlutað rúmlega 50 milljónum króna til ríflega 70 verkefna, flest á sviði menningarmála.


Fréttir | 11.11.2019 15:33:14 |

Leikhópur Halldóru sýnir Söngvaseið í Félagsheimili Bolungarvíkur nú í nóvember.

 

Í nóvember eru 60 ár síðan einn vinsælasti söngleikur allra tíma Sound of Music, Söngvaseiður, var fyrst sýndur á sviði. Kvikmynd með sama nafni, frumsýnd árið 1965 sló öll aðsóknarmet.

 

Sýningar í Bolungarvík


21. nóvember kl. 17:00
22. nóvember kl. 19:00
23. nóvember kl. 13:00
23. nóvember kl. 17:00
24. nóvember kl. 13:00
24. nóvember kl. 17:00

 

Miðaverð

1.000 kr. fyrir börn
2.000 kr. fyrir fullorðna
Frítt fyrir leikskólabörn

 

Miðapantanir: doruleiklist@gmail.com


Fréttir | 30.10.2019 13:28:12 |

Björgunarsveitarfólk Ernis gengur í hús föstudagskvöldið 1. nóvember og laugardaginn 2. nóvember 2019.

 

Stuðningur samfélagsins er sveitinni mikilvægur. Þú styrkir sveitina með því að kaupa neyðarkall hjá þeim.

 

Mikilvægt er að styðja við sína sveit því að ágóðinn af sölunni rennur til hverrar sveitar fyrir sig, því meiri sala, því meiri verður ágóði viðkomandi sveitarinnar.

 

Þau sem eru vant við látin um helgina geta haft samband við sveitina, bjsernir@gmail.com, og fengið neyðarkallinn heim á öðrum tíma.

 

Neyðarkallinn í ár er búinn nýjustu tækni en þar er dróninn í aðalhlutverki.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 17.10.2019 08:35:32
Fréttir | 17.10.2019 08:30:59
Fréttir | 27.9.2019 09:29:40
Fréttir | 25.9.2019 14:52:58
Fréttir | 25.9.2019 14:45:03
Fréttir | 24.9.2019 10:28:24
Fréttir | 20.9.2019 10:55:48
Fréttir | 5.9.2019 09:49:13
Fréttir | 5.9.2019 09:01:19
Fréttir | 4.9.2019 09:05:50
Fréttir | 14.8.2019 11:14:29
Fréttir | 14.8.2019 09:33:24
Fréttir | 18.7.2019 12:03:54
Fréttir | 5.7.2019 14:44:12
Fréttir | 3.7.2019 14:45:05
Fréttir | 2.7.2019 11:54:34
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.