Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Nýfæddir Víkarar | 20.3.2018 12:07:36 |

Þriðjudaginn 13. febrúar, fæddist nýr Bolvíkingur á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þar var um að ræða dreng sem var 51 cm á lengd og 3840 grömm að þyngd við fæðingu. Foreldrar drengsins eru þau Sylwia Prusaczyk og Daniel Prusaczyk. Ljósmóðirin sem tók á móti drengnum var Elísabet Jóhanna Zitterbart og ljósmóðurnemi var Guðrún Hulda Gunnarsdóttir. Frá þessu er greint á nýburasíðu Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.


Veistu um nýfædda Víkara sem ættu heima á þessum vef? Ef svo er, máttu senda mynd og tilheyrandi upplýsingar á vikari@vikari.is 


Tilkynningar | 19.3.2018 13:55:15 |

Sjálfstæðismenn í Bolungarvík boða til opins borgarafundar í Einarshúsi um framboðsmál vegna komandi bæjarstjórnarkosninga.

 

Allir eru velkomnir til spjalls um bæjarmálin og hvaða kostir eru til staðar varðandi framboðsmál. 

 

Fundurinn verður haldinn í Einarshúsi kl. 20.00 miðvikudaginn 21 mars.


Fréttir | 14.3.2018 23:07:32 | bb.is

Árið 2017 var eitt allra besta árið í Bolungarvíkurhöfn þegar kemur að lönduðum bolfiskafla. Alls komu rúmlega 18 þúsund tonn á land en það var þó um 1.200 tonn en árið áður sem var metár hjá höfninni. Þetta þýðir að í hverjum mánuði fóru að jafnaði um 1.500 tonn af fiski um höfnina.

 

Mestur afli kom af dragnótarbátum eða um 5.800 tonn, línubátar komu næstir með 5.500 tonn og afli úr botntrolli var 5.400. Afli handfærabáta var tæp 800 tonn en heldur minna fékkst í önnur veiðarfæri.

 

Aflahæst skipa var skuttogarinn Sirrý ÍS með 5.355 tonn en næst kom dragnótarbáturinn Ásdís ÍS með 1.570 tonn en eldra skip með sama nafni var með 269 tonn sem þýðir að áhöfnin á Ásdísi landaði samtals 1.839 tonnum árið 2017. Dragnótarbátarnir Þorlákur ÍS og ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Menning og mannlíf | 14.3.2018 15:21:24 | bb.is
Menning og mannlíf | 13.3.2018 17:14:11
Fréttir | 13.3.2018 10:33:53
Fréttir | 6.3.2018 14:38:41
Fréttir | 2.3.2018 11:41:10
Fréttir | 1.3.2018 11:56:05
Fréttir | 28.2.2018 09:09:53
Menning og mannlíf | 21.2.2018 09:27:05
Víkari vikunnar | 16.2.2018 20:03:01
Fréttir | 16.2.2018 11:27:28 | mbl.is
Fréttir | 15.2.2018 13:00:52
Fréttir | 15.2.2018 09:43:41
Fréttir | 12.2.2018 08:06:20
Menning og mannlíf | 9.2.2018 21:05:32
Menning og mannlíf | 9.2.2018 12:37:48
Fréttir | 7.2.2018 14:29:17
Myndbandið
Næstu viðburðir
laugardagur, 24. mars 2018
Almennur íbúafundur

Almennur íbúafundur í Bolungarvík verður haldinn í Félagsheimili Bolungarvíkur laugardaginn 24. mars kl. 14:00. Fundurinn er öllum opinn og eru allir velkomnir.

 

 

Nýjustu myndirnar