Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 13.6.2019 11:20:05 |

Grísirnir tveir sem verður beitt á kerfil í bæjarlandinu eru væntanlegir til Bolungarvíkur í kvöld. 

 

Hér er boðað til nafnasamkeppni um nöfn á grísina en annar verður gylta en hin göltur þegar þeir eldast en þeir eru núna 10 vikna gamlir.
 

Niðurstaða í nafnasamkeppninni verður tilkynnt á 17. júní við Félagsheimil Bolungarvíkur.
 

Verðlaun eru í boði fyrir vinningstillögur.
 

Bolungarvíkurkaupstaður og Náttúrustofa Vestfjarða hafa unnið saman að tilraunaverkefni sem felst m.a. í því að fá svín til að beita á kerfil og annan ásækinn gróður sem herjar á bæjarlandið í Bolungarvík.
 

 


Fréttir | 12.6.2019 15:28:31 |

Bolungarvíkurkaupstaður efnir til fundar um endurskoðun aðalskipulags Bolungarvíkur 2020-2032.

 

Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu fimmtudaginn 13. júní frá kl. 18-20.

 

Bæjarbúar eru kvattir til að koma til fundarins og kynna sér vinnu við aðalskipulagið til að hafa áhrif á mótun þess og koma skoðunum og viðhorfum sínum á framfæri.

 

Fundarstjóri er Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri.

 

Fulltrúar frá Verkís verkfræðistofu þau Gunnar Páll Eydal og Ruth Guðmundsdóttir verða á fundinum og kynna vinnu við skipulagslýsingu.

 

Kaffiveitingar verða í boði á fundinum og allir eru velkomnir. 


Fréttir | 4.6.2019 13:14:35 |

Í júni býður Ungmennafélag Bolungarvíkur í samstarfi við Bolungarvíkurkaupstað upp á sumarnámskeið fyrir börn sem eru í 1.-4. bekk grunnskóla.

 

Allir krakkar eru velkomnir og búseta í Bolungarvík er ekki skilyrði.

 

Sumarnámskeiðinu verður skipt upp í fjórar vikur sem hér segir:

  • 1. námskeið: 11.-14. júní
  • 2. námskeið: 18.-21. júní
  • 3. námskeið: 24.-28. júní
  • 4. námskeið: 1.-5. Júlí 

 

Námskeiðið er frá kl. 09:00 til 12:00 alla virka daga. 

 

Mæting er við húsnæði UMFB við Hrafnaklett þar sem krakkar og starfsfólk munu hafa aðstöðu á meðan námskeiðin standa yfir. 

 

Umsjónarmaður er Pétur Bjarnason íþróttamaður Bolungarvíkur. Stefnt er að því að ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 4.6.2019 11:19:51
Fréttir | 31.5.2019 13:03:01
Fréttir | 30.5.2019 09:47:18
Fréttir | 29.5.2019 16:03:41
Fréttir | 29.5.2019 12:43:37
Fréttir | 28.5.2019 09:36:14
Menning og mannlíf | 10.5.2019 08:33:52
Fréttir | 7.5.2019 11:56:19
Nýfæddir Víkarar | 26.4.2019 13:31:39
Fréttir | 24.4.2019 22:53:41
Fréttir | 24.4.2019 08:40:09
Fréttir | 19.4.2019 13:58:35
Fréttir | 15.4.2019 15:37:15
Fréttir | 5.4.2019 13:55:31
Fréttir | 5.4.2019 13:50:23
Fréttir | 29.3.2019 08:21:00
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.